Hvernig líta verkefni út sem nemendum finnst vert að vinna?

„„Í upphafi skyldi endann skoða,“ stendur einhvers staðar, og á það hvergi betur við en í kennslu. Við kennarar eyðum miklum tíma af kennsluundirbúningi okkar í að búa til verkefni sem við leggjum svo fyrir nemendur okkar. En finnst nemendum okkar alltaf þess virði að vinna þessi verkefni? Skila verkefnin alltaf þeim árangri sem við höfðum væntingar um? Ef lokasvarið á að vera að nám hafi farið fram hjá nemendum, hvaða leiðir getum við valið í gerð verkefna?“

Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir og Elísabet Eggertsdóttir, kennarar við Menntaskólann við Sund, hlutu styrk frá rannsóknarsjóði KÍ til að gera starfendarannsókn um verðug verkefni í stærðfræði. Rannsóknina framkvæmdu þær á skólaárinu 2023-2024.

Hér má lesa grein um rannsóknina á vef KÍ og á heimasíðu Flatar - samtaka stærðfræðikennara má hlusta á viðtal við þær Lilju og Elísabetu um verkefnið.

Hér má lesa rannsóknarskýrsluna í heild sinni.