Erasmus+ verkefni 2019 - 2020

Starfsþróun til að efla skapandi skólastarf

Alls taka 17 starfsmenn þátt í sex ferðum erlendis sem eru styrktar af Erasmus+ á skólaárinu 2019-2020. Þetta eru tveggja til sjö daga ferðir á ráðstefnur og námskeið í fimm löndum í Evrópu.

Kennslustjóri og kennari fara á ráðstefnuna Féilte Festival of Education in Learning and Teaching Excellence í Galway á Írlandi 27.-28. september 2019 https://www.teachingcouncil.ie/en/FEILTE/

  • Leifur Ingi Vilmundarson, kennslustjóri
  • Sigmar Þormar kennari í viðskiptagreinum

Þrír kennarar fara á námskeiðið Creativity for the Future: Promoting Critical Thinking and Problem - Solving in the Classroom í Bologna á Ítalíu 1.-7. desember 2019. https://www.erasmustrainingcourses.com/creative-learning.html

  • Gunnvör Rósa Eyvindardóttir, félagsfræðikennari
  • Ólafur Þórisson, hagfræðikennari
  • Ólöf Björg Björnsdóttir, myndlistarkennari

Konrektor og tveir kennarar fara á ráðstefnu um Learning Power í Luxemburg 23.-24. nóvember 2019. Powering Up Learning Through Inquiry. https://chaptersinternational.com/conference.php

  • Helga Sigríður Þórsdóttir, konrektor
  • Margrét Haraldsdóttir, félagsfræðikennari
  • Rannveig Ólafsdóttir, íslenskukennari

Námsbrauta- og námskrárstjóri, fagstjóri og kennari fara á ráðstefnu um Formative Assessment – í Evrópu vorið 2020

  • Ágúst Ásgeirsson, námsbrauta- og námskrárstjóri og stærðfræðikennari
  • Brynja Gunnlaugsdóttir, líffræðikennari
  • Ósa Knútsdóttir, fagstjóri í erlendum tungumálum og dönskukennari

Tveir náms- og starfsráðgjafar og einn kennari fara á Ráðstefnu um aðgerðir gegn brotthvarfi 2-3 daga vorið 2020.

  • Björk Erlendsdóttir, forstöðumaður námsráðgjafi
  • Hildur Halla Gylfadóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Kristín Linda Kristinsdóttir, íþróttakennari

Þrír kennarar úr starfendarannsóknarhópnum fara á ráðstefnu um starfendarannsóknir Research Symposium í International School of Florence http://www.isfitaly.org/ – í Flórence á Ítalíu 2 dagar í júní 2020

  • Hjördís Þorgeirsdóttir, félagsfræðikennari
  • Sigurrós Erlingsdóttir, íslenskukennari
  • S. Lilja Guðbjörnsdóttir, stærðfræðikennari