Afreksíþróttir í MS sem önnur sérhæfing

Námið er ætlað nemendum sem eru virkir í íþróttum (má líka vera dans) og eru í reglulegri æfingu.

Sérhæfingin er 15 einingar og er hugsuð svona:

Óháð námsári:

ÍÞRÓ2AÍ05 : Áfanginn er matsáfangi. Nemendur fá eyðublað á skrifstofu skólans og fylla það út í samráði við kennslustjóra. Unnt er að fá áfangann einu sinni metinn á námsferlinum í skólanum.

2að ár:

  • Afreksíþróttanemendur eru hafðir sér í verklegum íþróttum allt árið og þeir íþróttatímar eru inní hefðbundnum stokkum á skólatíma (ÍÞRÓ1ZD01 (haustönn) + ÍÞRÓ1ZE01 (vetrarönn) + ÍÞRÓ1ZF01 (vorönn) = 3 einingar).
  • Bóklegir tímar fyrir afreksnemendur nemendur tilgangurinn er að koma til móts við faglegar áherslur er tengjast þjálffræði, næringafræði og sálfræði íþrótta. Jafnframt ætlað að mynda tengsl milli afreksnemenda í skólanum.
  • Bóklegu áfangarnir heita: ÍÞRÓ2FH01 (haustönn) + ÍÞRÓ2FV02 (vetrarönn) + ÍÞRÓ2FL02 (Vorönn) = 5 einingar.

3ðja ár:

  • ÍÞRÓ2FR05: Áfanginn er blanda bóklegum og verklegum íþróttatímum. Áfanginn er spannar (nær yfir) tvær annir: Vetrar-og vorönn.