Velkomin á vef Menntaskólans við Sund

 • 14115419 1807885359430590 6537936649339545410 o
  Nýnemadagur
  Nýnemadagur er gleðidagur þar sem nýnemar við skólann eru boðnir velkomnir.
 • Halldor2
  Halldórsstofa
  Hluti af steinasafni skólans er í glæsilegum sýningarskápum, flokkað eftir uppruna, efnasamsetningu og berggerð
 • Esjan%202
  Esjan
  Esjan og sundin á fallegum vetrardegi. Sýnum náttúrinni virðingu og göngum vel um hana
 • Fatahonnun
  Fatahönnun
  Fatahönnun er ein listgreina sem kennd er við MS
 • 85vika18
  85 - vikan í MS 2018
  Það er litskrúðugt í MS í 85 - vikunni
 • Myndlist18
  Opið hús í MS 2018
  Kynning á myndlistarkennslu í MS á opnu húsi 2018 - Við nýtum og endurnýtum!
 • Gult%20sv%c3%a6%c3%b0i
  Gult námssvæði
  Opin vinnurými eru víða í MS fyrir nemendur
 • Bok2
  Bókasafn og upplýsingamiðstöð MS
  Stórt og vel búið safn með góðri les- og vinnuaðstöðu fyrir nemendur
 • Njala2vor17
  Njáluferð í febrúar 2017
  Það er hluti af námi í íslensku að fara á Njáluslóðir
 • Vaffla18
  Opið hús 2018
  Nemendur MS bökuðu vöfflur fyrir gesti á opnu húsi og ilminn lagði um allan skólann
 • Ms%20framhli%c3%b01
  Menntaskólinn við Sund
  EINKUNNARORÐ: VIRÐING - JAFNRÉTTI - ÁBYRGÐ - HEIÐARLEIKI
 • Flokkun%20ms
  Umhverfisvitund og grænn lífstíll
  Í skólanum er lögð mikil áhersla á að ganga vel um umhverfið og draga úr kolefnisspori okkar
 • 50aramsokt19
  50 ára afmæli MS
  Þann 1. október 2019 eru 50 ár síðan kennsla hófst í MT 1969

Fréttir

Einkunnabirting og námsmatssýning
Einkunnir haustannar 2019 munu birtast í INNU kl. 20:00 í kvöld.  Á morgun fimmtudaginn 14. nóvember verður námsmatssýning  frá kl. 12:30-13:00. Hér má sjá staðsetningu námsgreina: námsmatssýning h...

Matsdagar 11. og 12. nóvember 2019 og annarlok
Mánudaginn 11. nóvember og þriðjudaginn 12. nóvember eru námsmatsdagar þar sem sumir nemendur þurfa að fara í próf eða skila verkefnum. Miðvikudaginn 13. nóvember munu einkunnir birtast í INNU, í s...

Kennslukönnun haustannar er opin á Námsnetinu
Með þátttöku í kennslukönnun gefst nemendum Menntaskólans við Sund kostur á að meta nám og kennslu í skólanum og leggja þar með sitt af mörkum til að bæta skólastarfið. Könnunin er opin frá 30. okt...

Innritun á vetrarönn 2019-2020
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á menntagáttinni fyrir vetrarönn 2019-2020 sem hefst þann 18. nóvember næstkomandi. Við viljum ítreka að þar sem MS er með þriggja anna kerfi verður ekki opnað fyri...

Skrifstofa lokuð frá 12:00 í dag 23.október vegna fundar
Skrifstofa lokuð frá 12:00 í dag 23.október vegna fundar

Brautskráning stúdenta að lokinni haustönn 2019
Ákveðið hefur verið að brautskráning stúdenta að lokinni haustönn 2019 verði haldin í skólanum laugardaginn 30. nóvember og mun athöfnin hefjast klukkan 10:45.  Rektor

Eldri fréttir

Framundan

16.
nóv 2019
Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í 24. sinn laugardaginn 16. nóvember nk., en hann hefur fest sig í sessi sem sérstakur hátíðisdagur íslenskunnar. Þá eru sem flestir hvattir til að nota tækifærið til þess að minna á mikilvægi þjóðtungunnar t.d. með því að skipuleggja samkomur, halda kynningar eða veita viðurkenningar.Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því mælst til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins.Þar sem hátíðina ber upp á laugardag í ár verður sameiginleg dagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytis og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með nokkuð öðru sniði en venjulega.íslenskan verður sem fyrr í öndvegi en nú verður hún einnig í sviðsljósinu. Auk þess að beina kastljósinu að skáldskap Jónasar Hallgrímssonar og veita verðlaun og viðurkenningar þeim sem hafa unnið íslenskri tungu sérstakt gagn, verður efnt tillistviðburðar. Móðurmálið og staða þess á tímum sívaxandi áhrifa frá ensku verður túlkuð af fulltrúum hinna ýmsu listgreina um leið og minnt verður á ríkidæmi íslenskunnar og óravíddir orðaforða ns. Hátíðin verður að þessu sinni haldin í Gamla bíói í Reykjavík og hefst kl. 15.30.Dagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt og nokkuð þétt en markmið hennar er ekki síst að hreyfa við þeim sem hafa helst áhrif á ungt fólk í landinu og hvetja þá til að nota íslensku á skapandi og skemmtilegan máta við miðlun efnis og upplýsinga.Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast ýmis verkefni í tengslum við viðburði á degi íslenskrar tungu og geta þeir sem vilja kynna viðburði sína sent ábendingar um slíkt á netfangið arnastofnun@arnastofnun.is. Almennar upplýsingar um dag íslenskrar tungu má finna á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis og á síðunni Dagur íslenskrar tungu á Facebook.Nánari upplýsingar veita Eva María Jónsdóttir (eva.maria.jonsdottir@arnastofnun.is) og Helga Guðrún Johnson (helga.gudrun.johnson@mrn.is).
18.
nóv 2019
Haustönn 2019 lýkur föstudaginn 15. nóvember og fyrsti dagur vetrarannar 2019 er mánudagurinn 18. nóvember.
20.
nóv 2019
Þann 15. mars 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en þá er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadagur barna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins.Við í MS höldum þennan dag hátíðlegan í skólanum þann 20. nóvember næstkomandi.Umboðsmaður barna stendur fyrir barnaþingi 21.–22. nóvember og eru skólar hvattir til að halda sín eigin barnaþing af því tilefni þann 20. nóvember og gefa nemendum tækifæri til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri.Barnasáttmálinn sem er 30 ára í ár var samþykktur á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Hann var undirritaður á Alþingi árið 1990 og staðfestur fyrir Íslands hönd 28. október 1992. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi 20. febrúar 2013.Barnasáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamningur heims og kveður á um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla, aðalnámskrár skólastiganna og grunnþættir menntunar eiga jafnframt að tryggja börnum þessi réttindi og vera samhljóma barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Öll börn, óháð stöðu þeirra, skulu njóta þeirra mannréttinda sem kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ekki má mismuna börnum hvað þau réttindi varðar.Hugmyndir að verkefnum getur þú m.a. fundið hér: https://www.barnaheill.is/is/starfidokkar/samstarfsverkefni/dagur-mannrettinda-barna
30.
nóv 2019
Brautskráning stúdenta að lokinni haustönn 2019 verður  í skólanum laugardaginn 30. nóvember og hefst athöfnin klukkan 10:45. 
23.
des 2019
Jólafrí í MS hefst mánudaginn 23. desember en síðasti vinnudagur fyrir jól er föstudagurinn 20 desember 2019