Velkomin á vef Menntaskólans við Sund

 • 14115419 1807885359430590 6537936649339545410 o
  Nýnemadagur
  Nýnemadagur er gleðidagur þar sem nýnemar við skólann eru boðnir velkomnir.
 • Halldor2
  Halldórsstofa
  Hluti af steinasafni skólans er í glæsilegum sýningarskápum, flokkað eftir uppruna, efnasamsetningu og berggerð
 • Esjan%202
  Esjan
  Esjan og sundin á fallegum vetrardegi. Sýnum náttúrinni virðingu og göngum vel um hana
 • Fatahonnun
  Fatahönnun
  Fatahönnun er ein listgreina sem kennd er við MS
 • 85vika18
  85 - vikan í MS 2018
  Það er litskrúðugt í MS í 85 - vikunni
 • Myndlist18
  Opið hús í MS 2018
  Kynning á myndlistarkennslu í MS á opnu húsi 2018 - Við nýtum og endurnýtum!
 • Gult%20sv%c3%a6%c3%b0i
  Gult námssvæði
  Opin vinnurými eru víða í MS fyrir nemendur
 • Bok2
  Bókasafn og upplýsingamiðstöð MS
  Stórt og vel búið safn með góðri les- og vinnuaðstöðu fyrir nemendur
 • Njala2vor17
  Njáluferð í febrúar 2017
  Það er hluti af námi í íslensku að fara á Njáluslóðir
 • Vaffla18
  Opið hús 2018
  Nemendur MS bökuðu vöfflur fyrir gesti á opnu húsi og ilminn lagði um allan skólann
 • Ms%20framhli%c3%b01
  Menntaskólinn við Sund
  EINKUNNARORÐ: VIRÐING - JAFNRÉTTI - ÁBYRGÐ - HEIÐARLEIKI
 • Flokkun%20ms
  Umhverfisvitund og grænn lífstíll
  Í skólanum er lögð mikil áhersla á að ganga vel um umhverfið og draga úr kolefnisspori okkar

Fréttir

Áhættumat starfa í MS
Skólinn hefur unnið áhættumat starfa í MS og gert grein fyrir því hvernig unnið er innan skólans að því að draga úr vægi þeirra þátta sem valda áhættu eins og til dæmis á að verða fyrir líkamstjóni...

Matsdagar 16. og 17. september 2019
Mánudagurinn 16. september  og þriðjudagurinn 17. september eru matsdagar.   Á  matsdögum vinna kennarar að námsmati  og nemendur  sinna heimanámi og verkefnum. Ekki er skráð  viðvera  á matsdögum ...

Rafhleðslustöðvar við Menntaskólann við Sund - eitt skref enn í átt að grænni lífsstíl
MS hefur sett upp rafhleðslustöðvar við skólann sem ætlaðar eru nemendum og starfsfólki skólans og er hægt að hlaða 4 bíla samtímis.   Með þessu er skólinn að koma á móts við vaxandi hóp sem fer...

Fundur með forráðamönnum nýnema 3.9.2019 kl. 19:45 í Holti, matsal skólans
Dagskrá: Ávarp. Már Vilhjálmsson rektor. Kennslufræði í MS. Helga Sigríður Þórsdóttir, konrektor. Erindi frá Önnu Sigurðardóttur, sérfræðingi um brotthvarf nemenda frá námi. Námsráðgjöf. Björ...

Innritun fyrir haustönn 2019 er lokið
Innritun fyrir haustönn 2019 er lokið.  Ekki verða teknir inn fleiri nemendur á þessari önn. Þeir sem hafa áhuga á skólavist í MS á næstu önnum eru hvattir til að fylgjast með á heimasíðu skólans.

Skólasetning 23. ágúst 2019
Skólinn verður settur föstudaginn 23. ágúst kl. 9:00 í íþróttasalnum, Hálogalandi.Skólastarf hefst strax að lokinni skólasetningu með umsjónarfundi.Stundatafla haustannar verður aðgengileg í Innu f...

Eldri fréttir

Framundan

1.
okt 2019
Þann 1. október 2019 eru 50 ár liðin síðan skólastarf hófs í Menntaskólanum við Tjörnina  sem síðar flutti inn í Gnoðarvog skipti um nafn yfir í Menntaskólann við Sund  þegar þeim flutingum var lokið árið 1977. Þessum tímamótum verður fagnað sérstaklega á afmælisdaginn og síðan með margvíslegum hætti allt næsta skólaár.
14.
okt 2019
Haustfrí verður mánudaginn 14. október. Skólinn er lokaður þann dag.
6.
nóv 2019
Á ráðstefnunni verða ræddar þær leiðir sem kennarar og annað fagfólk í skólum getur farið til starfsþróunar – einkum það sem vel hefur gefist! Ráðstefnustjórar: Hjördís Þorgeirsdóttir og Sigurrós Erlingsdóttir kennarar í MS Heiðursgestur: Hafþór Guðjónsson Dagskrá:15.00 Ráðstefnan sett 15.10 Hafþór Guðjónsson: Að rýna í eigin rann. Mikilvægi sjálfsrýni í starfendarannsóknum  15.45 Kaffi16.00–17.00 Örerindi:   Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri í Dalskóla: Allir í bátana – starfendarannsóknir í Dalskóla.Guðbjörg Pálsdóttir dósent við Háskóla Íslands: Rannsóknarkennslustund – leið til að styrkja námssamfélag kennaraJúlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri: Dæmi um árangursríka starfsþróun í leikskóla: Fagleg starfsþróun í lærdómssamfélagi. Þróun leshrings í leikskólanum Jötunheimum.Þóra Víkingsdóttir líffræðikennari við MS: Hvað hefur elft mig mest í starfi ...?  17.00-17.30 Menntabúðir Fyrirlesarar bjóða upp á samræður við ráðstefnugesti. Kynning á starfsþróunarverkefnum, starfsþróunarmöguleikum og starfendarannsóknum.  17.30-18.30 Hópumræður (með heimskaffisniði): Hver er staðan í starfsþróunarmálum kennara?Hvaða ljón eru í veginum? Hvað hindrar?Hvaða leiðir eru vænlegastar til að efla starfsþróun kennara?  Hvar liggja helstu sóknarfæri?18.30-19.30 Léttur kvöldverður og veitingar
18.
nóv 2019
Haustönn 2019 lýkur föstudaginn 15. nóvember og fyrsti dagur vetrarannar 2019 er mánudagurinn 18. nóvember.
20.
nóv 2019
Þann 15. mars 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en þá er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadagur barna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins.Við í MS höldum þennan dag hátíðlegan í skólanum þann 20. nóvember næstkomandi.Umboðsmaður barna stendur fyrir barnaþingi 21.–22. nóvember og eru skólar hvattir til að halda sín eigin barnaþing af því tilefni þann 20. nóvember og gefa nemendum tækifæri til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri.Barnasáttmálinn sem er 30 ára í ár var samþykktur á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Hann var undirritaður á Alþingi árið 1990 og staðfestur fyrir Íslands hönd 28. október 1992. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi 20. febrúar 2013.Barnasáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamningur heims og kveður á um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla, aðalnámskrár skólastiganna og grunnþættir menntunar eiga jafnframt að tryggja börnum þessi réttindi og vera samhljóma barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Öll börn, óháð stöðu þeirra, skulu njóta þeirra mannréttinda sem kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ekki má mismuna börnum hvað þau réttindi varðar.Hugmyndir að verkefnum getur þú m.a. fundið hér: https://www.barnaheill.is/is/starfidokkar/samstarfsverkefni/dagur-mannrettinda-barna