Fréttir

Jólafrí skrifstofu

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 21. desember 2023 til og með 3. janúar 2024. Skrifstofan opnar aftur kl. 8:00 4. janúar en þá hefst líka kennsla aftur samkvæmt stundaskrá.

MS-ingar framhaldsskólameistarar í bridge

Nemendur MS, þeir Alex Baldur og Hilmar Þórgnýr, hlutu titilinn framhaldsskólameistarar í bridge á dögunum. Við óskum þeim innilega til hamingju!

Stoðtímar í stærðfræði

Á vetrarönn verður boðið upp á stoðtíma í stærðfræði tvisvar í viku, á þriðjudögum kl. 14:40-15:40 og á fimmtudögum kl. 15-16. Tímarnir verða í stofu AÐA21 og þurfa nemendur að skrá sig fyrirfram á skrifstofu eða í tölvupósti til fagstjóra í stærðfræði (ileanam@msund.is). Við hvetjum nemendur að nýta sér stoðtímana.

Menntabúðir starfsfólks

Í gær voru haldnar frábærar Menntabúðir í MS þar sem starfsfólk kynnti fjölbreytt þróunarverkefni og aðferðir til náms og kennslu sem það hefur verið að prófa sig áfram með í haust.

Útskrift haustannar

Við lok haustannar 2023 brautskráðust tveir nemendur frá skólanum. Formleg útskriftarathöfn fór því ekki fram en rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir, mætti í útskriftarveislu og útskrifaði annan nemandann á staðnum. Hinn nýstúdentinn var erlendis en útskrifaðist á skrifstofu skólans fyrir brottför. Til stendur að nokkir nemendur til viðbótar ljúki námi í desember og útskrifist þá. Við óskum nýstúdentum innilega til hamingju með áfangann!

Opið fyrir töflubreytingar

Búið er að opna fyrir stundatöflur nemenda í INNU á vetrarönn. Opnað hefur verið fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og er opið fyrir þær til kl. 15:00 mánudaginn 20. nóvember. Kennsla á vetrarönn hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 21. nóvember. Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel þessar leiðbeiningar um töflubreytingar í Innu.

Námsmatssýning fimmtudaginn 16. nóvember 2023

Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annarsvegar í skólanum og hinsvegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel.

Brautskráning haustannar

Brautskráning haustannar fer fram í MS laugardaginn 25. nóvember kl. 10:45. Nemendur í útskriftarfæri fá boðskort á athöfnina þegar einkunnir haustannar liggja fyrir.

Sjúkrapróf þriðjudaginn 14. nóv

Hér má sjá dagskrá þriðjudagsins 14. nóvember.

Sjúkrapróf mánudaginn 13. nóv

Mánudaginn 13. nóvember eru sjúkrapróf á þessum tímum.