FATA1HS05 - Fatahönnun og fatasaumur

Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatriði í fatagerð og fatahönnun. Lögð er áhersla á hugmyndaöflun, þemaspjöld, skissuvinnu, tískuteikningu auk flatra vinnuteikninga. Að nemendur skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík og temji sér vönduð vinnubrögð. Nemendur læra að taka líkamsmál og lesa úr stærðartöflum. Einnig að vinna með grunnsnið og gera einfaldar sniðbreytingar útfrá eigin hugmyndum og þekkja sniðhluta. Nemendur læra að sauma nokkrar einfaldar flíkur, kennt er að leggja snið rétt á efni eftir þráðréttu, merkja fyrir saumförum og reikna efnisþörf. Einnig að læra að þræða saumavél og notkunarmöguleika saumavéla. Nemendur að læra að búa til skissubók sem skilað er í lok annar með öllum skissum, teikningum og munsturgerð, saumaprufum og ljósmyndum af þeim flíkum sem saumaðar eru.
 

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hugmyndaöflun, skissuvinnu, tískuteikningum og flötum vinnuteikningum
  • hvernig líkamsmál eru tekin og gerður samanburður við stærðartöflur
  • orðaforða greinarinnar til að geta notað skýringarmyndir og vinnulýsingar
  • uppbyggingu grunnsniða, einföldum sniðbreytingum og efnisþörf
  • hvernig sniðhlutar eru lagðir á efni eftir þráðréttu og saumför og aðrar merkingar eru teiknuð inn á efnið
  • grunnatriðum í saumtækni og vinnuferlinu frá hugmynd að fullunninni flík

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja hugmyndir sínar á blað
  • taka líkamsmál og skilja stærðartöflur
  • nota orðaforða greinarinnar við notkun vinnulýsinga
  • útfæra einföld snið út frá grunnsniðum eftir eigin hönnunarteikningum og eiginleika efna
  • geta raðað sniðhlutum á efni
  • vinna á saumavélar og þekkja notagildi stillinga, saumavélafóta og saumavélanála
  • temja sér vönduð vinnubrögð við alla þætti vinnunnar

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skissa hugmyndir og vinna út frá þeim tískuteikningar og flatar vinnuteikningar
  • aðlaga grunnsnið að mældum líkamsmálum
  • nota grunnsnið til að vinna einfaldar sniðbreytingar út frá eigin hönnunarteikningum og sauma einfaldar flíkur
  • gera vinnuferlinu frá hugmynd að fullunninni flík skipulega skil í vinnuskýrslu með teikningum og orðaforða greinarinnar
  • nota tölvur við upplýsingaöflun
  • þekkja möguleika í endurvinnslu og umhverfisvitund á textílefnum

Nánari upplýsingar á námskrá.is