Uppröðun safnkosts

Bókum safnsins sem og myndefni er skipað niður í efnisflokka eftir bandarísku flokkunarkerfi Dewey Decimal Classification (Dewey-kerfið) sem er tugstafakerfi og spannar tugina 000-999 ásamt undirflokkum. Dewey-kerfið er notað á nær öllum bókasöfnum hérlendis og víða erlendis.

Hér að neðan eru aðalflokkar kerfisins en nánari skiptingu þess er að finna á safninu:

000 Rit almenns efnis – Tölvufræði
100 Heimspeki – Sálfræði – Siðfræði
200 Trúarbrögð
300 Samfélagsvísindi – Félagsfræði
400 Tungumál
500 Raunvísindi – Náttúrufræði
600 Tækni – Hagnýt vísindi - Iðnaður
700 Listir – Skemmtanir – Íþróttir
800 Bókmenntir - Stílfræði -Bókmenntasaga
900 Saga – Landafræði – Ævisögur

Hverri einstakri bók og mynd er gefin flokkstala (marktákn) í samræmi við efni. Flokkstalan ásamt raðorði (fyrstu þrír stafirnir í nafni höfundar eða titils) eru síðan prentuð á kjalmiða (heimilisfang bókarinnar) sem raðað er eftir í hillur. Fyrst er raðað eftir flokkstölu og innan hvers flokks eftir raðorði. Á kjalmiða eru ennfremur þrír fyrstu stafirnir í titli og eru þeir notaðir við röðun ef margar bækur í tilteknum efnisflokki eru eftir sama höfund. Útgáfuár er einnig að finna á kjalmiða.

Tímarit safnsins eru til skoðunar í sýnihillu á safninu en eldri árgangar tímarita eru í geymslu safnsins og eru sóttir eftir þörfum. Tímaritum er raðað í hillur eftir stafrófsröð titla.

 

Síðast uppfært: 30.11.2021