Verkefnaskil

Menntaskólinn við Sund er með PC tölvur og hugbúnað frá Microsoft (Windows og Office). Apple vélar eru með annan hugbúnað og önnur forrit. Þetta getur valdið árekstrum þegar nemendur ætla að vinna með skrár sem Windows og Office lesa ekki.

Hægt er að forðast þetta meðal annars með notkun Microsoft 365, sem allir nemendur hafa aðgang að og sett upp. Einfaldast er þó alltaf að passa bara að skrárnar sem nota á eða senda séu af réttri tegund. Þetta er ýmist gert í „Save as" eða „Export to" og valið rétt form eða tegund. Hér er listi yfir þær tegundir sem við mælum með:

Tegund skrár Rétt form
Ritvinnsla
(Word, Pages)
doc
docx
Glærur
(Powerpoint, Impress)
ppt
pptx
Hljóð mp3
Videó mp4
Myndir jpeg, jpg
png
gif
Töflugerð
(Excel, Numbers)
xls
xlsx

 

Að umbreyta skrám

Hægt er að umbreyta skrám í rétt form:  Cloudconvert er tilvalin til þess.

Síðast uppfært: 22.03.2022