Félagsfræðabraut

Félagsfræðabraut er 200 eininga námsbraut til stúdentsprófs. 

Á félagsfræðabraut er lögð áhersla á menningu, tungumál, sögu og samfélag. Þar fá nemendur tækifæri til að efla samskiptahæfni sína, lýðræðis- og jafnréttisvitund, læsi í víðum skilningi og tjáningu í ræðu og riti.

Á félagsfræðabraut er sérstök áhersla lögð á að nemendur þjálfist í vinnubrögðum sem nýtast þeim í áframhaldandi námi á háskólastigi, einkum á sviði hug- og félagsvísinda, viðskipta- og hagfræðigreina.

Námið er verkefnabundið. Lögð er áhersla á skapandi greinar og umhverfisvitund nemenda. Nemendur á félagsfræðabraut fá tækifæri til að fást við viðfangsefni sem auka hæfni þeirra að þessu leyti. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum, styrki og efli málhæfni sína og hæfni sína til að skilja hvernig maðurinn hefur mótandi áhrif á samfélagið og hvernig saga, bókmenntir, listir, félagsfræði og hagfræði túlka og skilgreina þau lögmál sem þar eru að verki.

Inntökuskilyrði má sjá hér.

Nemendur sem innritast á félagsfræðabraut velja sér námslínu á fyrstu önn sinni og geta þeir valið á milli eftirfarandi lína:

Hæfniviðmið á félagsfræðabraut

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að:

  • lesa, rita, skilja og tjá sig á viðeigandi máta á íslensku og erlendum málum
  • meta heimildir á sviði félagsfræðagreina á gagnrýninn hátt
  • nýta sér almenna og sértæka þekkingu og færni á sviði félagsfræðagreina
  • nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
  • hugsa og starfa á gagnrýninn og skapandi hátt
  • sýna sjálfstæði og ábyrgð á eigin námi
  • nýta styrkleika sína og seiglu til að takast á við líf og starf
  • eiga málefnaleg samskipti í ræðu og riti
  • sýna heiðarleika, virðingu og ábyrgð í samskiptum
  • tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur
  • virða umhverfið og meta sjálfbærni
  • virða jafnrétti og fjölbreytileika lífs
  • takast á við frekara nám á sviði félagsvísinda, sagnfræði, hagfræði- og viðskiptagreina

Síðast uppfært: 21.08.2023