Microsoft 365

Office pakkinn sem nemendum og starfsfólki skólans stendur til boða er að finna á á heimasíðu skólans undir Microsoft 365.

Til að setja pakkann upp í tölvunni er þarna inn smellt á Install apps. Efri möguleikinn er svo valinn.

Það dugar ekki að ná í einstök öpp af App Store eða Microsoft Store.

 

Í Microsoft 365 eru eftirfarandi forrit:

Outlook

Outlook er póstforrit Microsoft. Allir nemendur fá netfang frá skólanum.

OneDrive

OneDrive er svæði sem hægt er að nota sem geymslu fyrir skrár og gögn og sem samvinnusvæði. Plássið sem hver nemandi hefur er eitt terabæti, 1000 GB, en til samanburðar býður Google upp á 15BG.

Nemendur geta til dæmis búið til möppu sem þeir deila með öðrum nemendum til að nota í samvinnuverkefnum.

Kennarar nota þetta líka til að búa til rafrænar vinnubækur sem deilt er með nemanda. Þá fer vinna nemandans þangað inn og kennarar getur síðan fylgst með og aðstoðað þar inni.

Word

Word er ritvinnsluforrit Microsoft. Það er notað í ýmsum fögum og nauðsynlegt að kunna vel á það.

Excel

Excel er töflureiknir Microsoft. Þetta er mikið notað þar sem þarf að gera töflur með upplýsingum og eins til að vinna með töluleg gögn í greiningar, eins og til dæmis tölfræði.

PowerPoint

PowerPoint er glærugerðarforrit Microsoft. Er notað til að útbúa glærur fyrir kynningar í ýmsum fögum, sem og utan faga.

OneNote

OneNote er dagbók sem nemandi getur nýtt sér til að halda utan um námið, félagslíf og hvað eina annað.

Teams

Teams er samskiptaforritið sem notað er í kennslunni þegar nemendur eiga að vera í fjarnámi. Nemendur geta einnig nýtt þetta til samvinnu sín á milli.

Best er hlaða niður „Desktop“ útgáfunni til að nýta forritið sem best. Athugið að þetta forrit fylgir ekki með þegar Office pakkinn er settur upp í tölvunni.

Síðast uppfært: 11.01.2023