HAGF3FY05 - Fyrirtækjasmiðja

Í fyrirtækjasmiðjunni mynda nemendur hópa og stofna sitt eigið fyrirtæki sem þeir reka út tímabilið. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að halda utan um allt sem við kemur rekstri fyrirtækisins en hafa nokkuð frjálsar hendur um val á afurð (vöru eða þjónustu) fyrirtækisins. Við rekstur fyrirtækisins nýta nemendur þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í öðrum áföngum svo sem bókfærslu, rekstrarhagfræði, markaðsfræði og stærðfræði. Mjög mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og ábyrgð þeirra á eigin námi.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • fyrirtækjarekstri
  • gerð viðskiptaáætlana
  • gerð einfaldra rekstrarreikninga
  • gerð einfaldra efnahagsreikninga
  • gerð einfaldra arðsemisútreikninga
  • helstu rekstrarformum fyrirtækja
  • lögmálum hagfræðinnar

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • ræða viðfangsefni á málefnalegan hátt
  • taka ákvarðanir
  • starfa í hóp þar sem unnið er að sameiginlegu langtímamarkmiði
  • gera auglýsinga- og kynningaráætlanir
  • fjármagna eigin rekstur
  • miðla sínum skoðunum og hlusta á skoðanir annarra í hópnum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skipuleggja og tímasetja krefjandi langtímaverkefni
  • stofna og reka lítið fyrirtæki
  • þróa viðskiptahugmynd
  • stýra verkefnum
  • gera markaðs- og viðskiptaáætlun
  • fara í gegnum framleiðsluferli afurðar (vöru eða þjónustu)
  • markaðsetja og selja afurðir sínar

Nánari upplýsingar á námskrá.is