Græn skref

Menntaskólinn við Sund er virkur þátttakandi í verkefninu Græn skref. Verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja efla umhverfisvitund starfsmanna og draga úr neikvæum umhverfisáhrifum. Þátttaka gefur stofnununum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti.

Það var 5. febrúar 2021 sem skólinn fékk viðurkenningu fyrir fimmta græna skrefið og var hann fyrstur framhaldsskóla að ná þessum áfanga. MS-ingar eru stoltir af viðurkenningunni og þakklátir fyrir stuðning Umhverfisstofnunar við innleiðingu skrefanna.