Rýni stjórnenda

Rýni stjórnenda er sérstakur stjórnendafundur sem er boðaður við lok hvers skólaárs og er órjúfanlegur hluti gæða- og jafnalaunakerfis skólans. Á fundinum skulu æðstu stjórnendur stofnunarinnar rýna árangur jafnlaunakerfisins og eftir því sem ritun gæðakerfis vindur fram einnig rýna árangur þess kerfis. Með rýninni skal tryggja að kerfin:

  • henti áfram,
  • séu fullnægjandi,
  • séu virk.

Í rýninni á einnig að felast mat á tækifærum til umbóta og þörfinni á því að gera breytingar á gæða- og jafnlaunakerfinu, þ.m.t. jafnlaunastefnunni.

Æðstu stjórnendur bera endanlega ábyrgð á því að frábrigði séu meðhöndluð og tekið sé mið af athugasemdum vottunaraðila og starfsmanna. Viðfangsefni rýninnar skal fela í sér:

  • niðurstöður innri úttekta og mat á hlítingu við lagalegar kröfur og aðrar kröfur sem fyrirtækið undir gengst,
  • samskipti við starfsmenn og hagsmunaaðila, þ.m.t. athugasemdir,
  • frammistöðu fyrirtækisins í jafnlaunamálum,
  • það að hvaða marki markmiðum hefur verið náð,
  • stöðu úrbóta og forvarna,
  • aðgerðir til að fylgja eftir fyrri rýni stjórnenda,
  • breytingu á aðstæðum, þ.m.t. lagalegar kröfur, ákvæði kjarasamninga og aðrar kröfur,
  • tillögur um umbætur.

Afrakstur fundanna er skjalfestur í skýrslu með tímasettri aðgerðaráætlun og má nálgast skýrslurnar hér: