Skilaboð frá forvarnarfulltrúum framhaldsskólanna

Vá framhaldsskólanema

-skilaboð frá forvarnarfulltrúum framhaldsskólanna

Kæri forráðamaður, eins og þér er kunnugt herja samfélagsmiðlar og markaðir á unga fólkið okkar á ljóshraða.  Í ljósi nýrra frétta þar sem fjallað er um aukningu á neyslu koffíndrykkja, rafrettna (veips) og lyft munntóbaks höfum við tekið saman smá kynningarefni um þessar nýju vörur og hvetjum ykkur til að vera vakandi fyrir þeim í umhverfi unglingsins ykkar.

Orkudrykkir

 Mikil aukning hefur orðið á neyslu koffíndrykkja meðal framhaldsskólanema.

Árið 2016 voru 22% framhaldsskólanema sem drukku daglega eða oftar orkudrykk en árið 2018 var talan komin í 55%. https://kjarninn.is/frettir/2019-12-04-neysla-stulkna-framhaldsskolastigi-orkudrykkjum-fjorfaldast/

Árið 2019 jókst hagnaður heildsölunnar Core ehf sem selur vinsælasta koffíndrykkinn um 740% á tveimur árum sem gefur okkur vísbendingar um neyslan hafi ekki minnkað síðan 2018. https://www.vb.is/frettir/aevintyralegur-voxtur-heildsolu-nocco/157131/

Á heimasíðu Embættis landlæknis er tekið fram að hámarksneysla koffíns á dag sé 2,5 mg koffín á hvert kíló líkamsþyngdar.

Tafla 1. Hámarksneysla koffíns á dag fyrir mismunandi hópa

Fullorðnir

400 mg

Barnshafandi konur

200 mg

Börn og unglingar

2,5 mg/kg





Tafla 2. Dæmi um magn koffíns í drykkjum og súkkulaði

Orkudrykkur (330ml)

100-180 mg

Kaffibolli (200ml)

100 mg

Kóladrykkur (500ml)

65 mg

Svart te (200ml)

35 mg

Dökkt súkkulaði (50g)

33 mg

Kakódrykkur (250 ml ferna)

4,5 mg







https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38403/Upplysingar-um-orkudrykki


Veip

Rafrettureykingar náðu til ungmenna mjög  hratt en nýjustu rannsóknir leiða í ljós að fjórir af hverjum tíu hafa einhvern tíma prófað að ,,veipa“. https://www.mbl.is/born/frettir/2018/05/21/veip_getur_leitt_til_reykinga/

Í upphafi voru þessar rafrettur stærri og gáfu frá sér mikinn reyk og sterka lykt. En í dag eru þessi verkfæri mjög lítil og líkjast meira minniskubbi eða yfirstrikunarpenna og gefa hvorki frá sér sýnilegan reyk né mikla lykt.


Lyft munntóbak

Lyft eru nikótínpúðar sem er ný tegund á markaðnum og áttu að aðstoða fólk við að draga úr eða hætta tóbaksneyslu. Þessir púðar innihalda nikótín og bragðefni en eru án tóbaks. Púðarnir eru mjög litlir sem gerir það að verkum að það er erfiðara að taka eftir því þegar einstaklingur er með púða í munnvikinu. Þessi nýja vara fellur ekki undir reglugerðir um bann við sölu á munntóbaki þar sem varan er tóbakslaus.

Allt eru þetta vinsælar vörur og allar innihalda efni sem hafa örvandi áhrif á unglinginn og eru honum algjörlega óþörf!

Kær kveðja,

Forvarnarfulltrúar framhaldsskólanna

Sjá nánar: [https://www.msund.is/skolinn/stefna-skolans/forvarnarstefna-ms/orkudrykkir-tobak-og-veip]