Vá framhaldsskólanema
-skilaboð frá forvarnarfulltrúum framhaldsskólanna
Kæri forráðamaður, eins og þér er kunnugt herja samfélagsmiðlar og markaðir á unga fólkið okkar á ljóshraða. Í ljósi nýrra frétta þar sem fjallað er um aukningu á neyslu koffíndrykkja, rafrettna (veips) og lyft munntóbaks höfum við tekið saman smá kynningarefni um þessar nýju vörur og hvetjum ykkur til að vera vakandi fyrir þeim í umhverfi unglingsins ykkar.
Lyft munntóbak Lyft eru nikótínpúðar sem er ný tegund á markaðnum og áttu að aðstoða fólk við að draga úr eða hætta tóbaksneyslu. Þessir púðar innihalda nikótín og bragðefni en eru án tóbaks. Púðarnir eru mjög litlir sem gerir það að verkum að það er erfiðara að taka eftir því þegar einstaklingur er með púða í munnvikinu. Þessi nýja vara fellur ekki undir reglugerðir um bann við sölu á munntóbaki þar sem varan er tóbakslaus.
|
Allt eru þetta vinsælar vörur og allar innihalda efni sem hafa örvandi áhrif á unglinginn og eru honum algjörlega óþörf!
Kær kveðja,
Forvarnarfulltrúar framhaldsskólanna
Sjá nánar: [https://www.msund.is/skolinn/stefna-skolans/forvarnarstefna-ms/orkudrykkir-tobak-og-veip]