15.9.2017: Nú líður að því að gengið verði frá miðannarmati/stöðumati í nýju kerfi. Kennarar nýta matsdagana 18. og 19. september til þess að undirbúa miðannarmatið í INNU. Þriðjudaginn 26. september verður svo opnað fyrir einkunnablað í Innu og tölvupóstur verður sendur til nemenda og forráðamanna þeirra á þriðjudagsmorguninn.
Mælikvarði miðannarmatsins er eftirfarandi:
G (Gott) Frammistaða á bilinu 8-10. Þetta þýðir að með sama áframhaldi muni nemandinn ná góðum árangri í áfanganum.
V (Viðunandi) Frammistaða á bilinu 5-7. Þetta þýðir að nemandinn stendur sig þokkalega og góðar líkur eru á því að með sama áframhaldi muni hann standast lágmarkskröfur, eða ná þokkalegum árangri, í áfanganum.
Ó (Ófullnægjandi) Frammistaða á bilinu 1-4. Þetta þýðir að nemandinn stendur sig ekki nægjanlega vel og mun með sama áframhaldi að öllum líkindum ekki uppfylla lágmarkskröfur í áfanganum.
Það sem miðannarmatið byggir á:
Miðannarmatið í hverri námsgrein byggir m.a. á raunmætingu, virkni, einstaklings-, para og hópverkefnum, tilraunum, samræðum og prófum nemenda fyrstu 5 vikur haustannarinnar