Frábær mæting á aðalfund foreldraráðs

Aðalfundur foreldraráðs MS fór fram í gærkvöldi, mánudaginn 8. apríl. Á fundinum hélt Anna Steinsen frá Kvan erindi fyrir foreldra um sterka sjálfsmynd, jákvæð samskipti foreldra og ungmenna og hvernig foreldrar geta stutt ungmennin áfram inn í fullorðinsárin. Einnig hélt Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur, stutt erindi um hamingju ungs fólks. Í kjölfarið fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf þar sem nokkrir foreldrar skráðu sig til leiks í foreldraráð fyrir komandi skólaár. Það var frábær mæting foreldra og forsjárfólks MS-inga sem er afar ánægjulegt í ljósi þess hve mikilvægt samstarf heimila og skóla er fyrir velgengni nemenda.