Votlendisdagurinn

Gerist 02.02.2020

Dagur votlendisins er 2. febrúar. Verulega hefur verið gengið á votlendi jarðar og á það einnig við hér á landi. Endurheimt votlendis er ein þeirra aðgerða sem talin er geta skilað verulegum árangri við bindingu koltvísýrings. Á síðustu öld fengu bændur styrki til að ræsa fram votlendi en nú geta þeir fengið styrki til að moka aftur ofan í skurðina. Skrítinn heimur!