Starfsþróun kennara – hvar eru tækifærin?

Gerist 06.11.2019

Á ráðstefnunni verða ræddar þær leiðir sem kennarar og annað fagfólk í skólum getur farið til starfsþróunar – einkum það sem vel hefur gefist! 

Ráðstefnustjórar: Hjördís Þorgeirsdóttir og Sigurrós Erlingsdóttir kennarar í MS

 Heiðursgestur: Hafþór Guðjónsson

Dagskrá:

15.00 Ráðstefnan sett

15.10 Hafþór Guðjónsson: Að rýna í eigin rann. Mikilvægi sjálfsrýni í starfendarannsóknum 

15.45 Kaffi

16.00–17.00 Örerindi:  

 Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri í Dalskóla: Allir í bátana – starfendarannsóknir í Dalskóla.

Guðbjörg Pálsdóttir dósent við Háskóla Íslands: Rannsóknarkennslustund – leið til að styrkja námssamfélag kennara

Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri: Dæmi um árangursríka starfsþróun í leikskóla: Fagleg starfsþróun í lærdómssamfélagi. Þróun leshrings í leikskólanum Jötunheimum.

Þóra Víkingsdóttir líffræðikennari við MS: Hvað hefur elft mig mest í starfi ...? 

17.00-17.30 Menntabúðir

 Fyrirlesarar bjóða upp á samræður við ráðstefnugesti. Kynning á starfsþróunarverkefnum, starfsþróunarmöguleikum og starfendarannsóknum. 

17.30-18.30 Hópumræður (með heimskaffisniði):

  •  Hver er staðan í starfsþróunarmálum kennara?
  • Hvaða ljón eru í veginum? Hvað hindrar?
  • Hvaða leiðir eru vænlegastar til að efla starfsþróun kennara? 
  •  Hvar liggja helstu sóknarfæri?

18.30-19.30 Léttur kvöldverður og veitingar