Staðfesting skólavistar - greiðsla innritunargjalda

Gerist 20.06.2018

Þegar í ljós kemur hvaða nemendur úr 10. bekk hafa fengið skólavist í Menntaskólanum við Sund staðfesta nemendur eða forráðamenn þeirra ósk sína um skólavist með því að greiða innritunargjöldin fyrir eindaga. Ef innritunargjöld eru ekki greidd fyrir eindaga getur viðkomandi átt von á því  að vera tekinn af nemendalista skólans. Það er því afar mikilvægt að greiða innritunargjöldin á réttum tíma en svör um skólavist verða send út að lokinni miðlægri keyrslu umsókna  hjá Advanía. Ekki verður hægt að veita svör við umsóknum fyrr en að þeim tíma loknum.