Opið hús í MS 9. mars frá 17-19

Gerist 09.03.2020

Það verður opið hús í MS mánudaginn 9. mars frá klukkan 17-19. Á opna húsinu verður aðstaðan í skólanum til sýnis, sýningar verða á verkum nemenda og námið og skólastarfið verður kynnt. 

Nemendur úr 9. og 10 bekk grunnskólans og foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega velkomin.