Landskeppnin í efnafræði 2023

Gerist 28.02.2023

Landskeppnin í efnafræði 2023 verður haldin í menntaskólum landsins þriðjudaginn 28. febrúar. Stigahæstu nemendum verður boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður í HÁSKÓLA ÍSLANDS helgina 25.-26. mars.  Að úrslitakeppni lokinni verður valin fjögurra manna Ólympíusveit Íslands í efnafræði 2023 til þátttöku í Norrænu Ólympíukepnninni í efnafræði í Danmörku og Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði í Zürich í Sviss, 16.-25. júlí 2023.

Skráðu þig í Landskeppnina í efnafræði hjá efnafræðikennaranum þínum! ATH. Aðeins þeir nemendur sem eru ekki orðnir 20 ára þann 1. júlí 2023 eru gjaldgengir í Ólympíusveitina.