Konudagurinn

Gerist 24.02.2019

Konudagurinn er fyrsti dagur góu en síðasti dagur góu nefist góuþræll. Konudagurinn 2019 er 24. febrúar.

Góa er fimmti mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu og hefst á sunnudegi í átjándu viku vetrar, eða 18. til 24. febrúar. Fyrsti dagur góu er nefndur konudagur og var dagur húsfreyjunnar eins og fyrsti dagur þorra var dagur húsbóndans. Heitið er kunnugt frá miðri 19. öld og er nú útbreitt.