Dagur mannréttinda barna

Gerist 20.11.2018

Þann 20. nóvember verður Dagur mannréttinda barna haldinn í þriðja sinn og eru skólar landsins hvattir til að taka þátt og gera ráð fyrir tíma og rými á haustönn 2018 fyrir vinnu að verkefnum um mannréttindi barna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Barnasáttmálinn er sáttmáli um þau mannréttindi sem öll börn eiga að njóta. Í sáttmálanum er kveðið á um að kynna þurfi innihald hans fyrir börnum og fullorðnum, enda er mikilvægt að börn þekki réttindi sín og fullorðnir þekki réttindi barna.

Barnaheill hafa útbúið fræðsluefni og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem nýst geta leik- grunn- og framhaldsskólum við vinnuna og finna má hér.