Dagur hafsins

Gerist 08.06.2018

Dagur hafsins er haldinn hátíðlegur 8. júní ár hvert.  Upphaflega stungu tvær kanadískar stofnanir upp á þessum degi á Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Rio de Janeiro árið 1992.  Áður hafði skýrsla Brundtland-nefndarinnar frá 1987 nefnt að höfin ættu sér enga sterka talsmenn miðað við önnur svið umhverfismála.

Dagur hafsins var síðan formlega tekinn upp af Sameinuðu þjóðunum árið 2008. Stofnanir á borð við The Ocean Project og World Ocean Network ásamt mörgum sædýrasöfnum hafa haldið deginum á lofti frá 2002 og börðust fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar tækju daginn upp. Dagurinn er haldinn hátíðlegur 8. júní, næstu helgina, sömu vikuna og allan júnímánuð.