Brautskráning stúdenta vor 2018

Gerist 26.05.2018

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói laugardaginn 26. maí. Við brautskráum sama daginn síðustu nemendur úr bekkjarkerfinu og fyrsta árganginn sem hóf nám samkvæmt nýrri námskrá. Brautskráning nemenda úr bekkjarkerfinu hefst klukkan 10:30 og gert er ráð fyrir að þeirri athöfn ljúki um klukkan 12:10. Klukkan 14:00 hefst svo seinni brautskráningin og þá verða fyrstu nemendur skólans sem fylgt hafa nýrri námskrá brautskráðir.  Að lokinni þeirri athöfn verður skólanum svo slitið.