Að aftengja og tengja Office 365 á MacBook 

Inngangur 

Í tengslum við samning íslenska ríkisins og Microsoft þá hefur umsjón Office 365 hjá framhaldsskólum og háskólum verið fært í svokallað Menntaský. 

Þetta þýðir að nú þarf að aftengja gamla aðganginn og tengja sig við þann nýja. 

Nýja lykilorðið er lykilorðið sem þið notið í tölvurnar í skólanum. 

Alltaf er þó hægt að komast í Outlook (tölvupóstinn), OneDrive og Teams á vefnum í gegnum heimasíðu skólans eða á slóðinni https://portal.office.com. 

Leið 1

 Þegar upp kemur vesen með Office leyfið, til dæmis „View only", þá er þetta oftast besta lausnin.

 • Byrjaðu á að loka öllum Office forritunum.
 • Smelltu hér til að ná Office LIcense Removal Tool sem aftengir gamla leyfið..
 • Þegar það hefur gert sitt þá opnarðu Word, Excel, Powerpoint eða Excel  aftur og skráir þig í Office 365.
 • Notendanafnið er kennitalan með punkti á eftir sjötta staf @msund.is (Dæmi: 123456.7890@msund.is)
 • Lykilorðið var sent af Agnari Guðmundssyni þann 26. ágúst 2021 í persónlega netpóstinn.
 • Þá á þetta að vera komið.
 • Þeir sem ekki treysta sér í þetta þurfa að sjálfsögðu ekki að gera þetta. Þeir koma bara með tölvuna í skólann og tölvuumsjón sér um þetta með viðkomandi. 

Eins er hægt að sinna þessu úr fjarlægð í gegnum Teamviewer. 

Smellið hér til að ná í Teamviewer og setja upp í tölvunni ykkar. Alltaf er hægt að nota Teamviewer til að tölvuumsjón geti aðstoðað ykkur með tölvumálin ykkar. 

Leið 2

 1. Opnaðu Outlook farðu í "Tools" flipann efst skjánum. 

 1. Smelltu á "Accounts..." í fellilistanum.  

 1. Veldu reikninginnn sem þú ætlar að aftengja og veldu svo "-" takkann til að eyða afganginum:  

account selection within accounts screen 

 1. Smelltu svo á "Delete" til að eyða aðganginum: 

delete button 

Svo er bara að skrá sig inn aftur og þá er þetta komið. 

Eins þarf svo að gera í Word, Excel eða Powerpoint. Eitt þessara forrita á að vera nóg. Það nær yfir öll hin líka. 

 

OneDrive

Til að aftengja og tengja OneDrive er eftirfarandi gert:

 • Farið er í Applications
 • Hægrismellt á onedrive 
 • show package contents
 • opna contents
 • opna resources
 • smella á „ResetOneDriveAppStandalone.command"
 • keyra þetta
 • opna onedrive aftur og tengja

Námsnet 

Breytingarnar á Office eiga ekki að hafa nein áhrif á námsnet og Turnitin. 

Á námsnetinu skráir maður sig inn með kennitölunni og sama lykilorði og áður. 


Síðast uppfært: 10.01.2022