Leiðbeiningar um notkun Námsnetsins fyrir nemendur (og forráðamenn)

Vinstra megin á síðunni:

Efnið mitt:

Forsíða

Síðan sem kemur upp þegar maður skráir sig inn.

Nýtt efni

Hér kemur upp listi yfir allt það nýjasta sem sett hefur verið inn.

Námskeið

Hér er listi yfir öll þau námskeið sem nemandinn er skráður í.

Bókalisti

Hér er bókalisti yfir áfanga ef hann hefur verið settur inn.

Hópalisti

Hér er að finna hópalista í þeim áföngum sem nemandinn er í.

Námsferil

Hér getur nemandi fundið námsferil sinn eftir önnum.

Rafræn próf

Hér er að finna rafræn próf sem kennarar hafa lagt fyrir.

Stundatafla

Hér fer inn tímavinna og/eða heimanám í hverri grein fyrir sig. Ef kennari hefur skráð eitthvað birtist gulur minnismiði á viðkomandi tíma í stundatöflunni.

Verkefni:

Hér eru verkefni sem kennarar hafa lagt fyrir.

Skólinn:

Aðilar skóla

Símaskrá yfir nemendur og starfsfólk skólans.

Bókasafn skólans

Krækja á heimasíðu bókasafns skólans á heimasíðu skólans

Fréttir

Fréttir til nemenda.

Hugmyndakassi

Hér geta nemendur komið á framfæri ábendingum, hrósi og kvörtunum til konrektors.

Korkurinn

Hér eru próf og skiladagar stórra verkefna skráð. Þetta hjálpar til við að gefa heildarmynd af álagi í áfanganum.

Prófabanki

Banki yfir gömul próf, oftast lokapróf, sem kennarar hafa sett inn.

Skjalasafn nema

Safn ýmissa skjala sem nýtast nemendum.

Öll námskeið

Hér er hægt að skoða öll virk námskeið.

Gögnin mín:

Tölvupóstur

Tölvupóstur nemanda sem betra er að nota af heimasíðu skólans.

Persónuuppl.

Hér getur nemandi skráð upplýsingar um sjálfan sig, sem og sett inn mynd af sér. Athugið að verkefnisstjóri námsnetsins þarf að samþykkja allar myndir.

Hægra meginn á síðunni þegar smellt hefur verið á námskeið:

Um námskeiðið:

Forsíða

Forsíða námskeiðsins.

Tilkynningar

Hér eru ýmiss konar tilkynningar frá kennurum. Athugið að nýjustu upplýsingar koma alltaf efst.

Námskeiðslýsing

Formleg námslýsing eins og hún er í Ratsjá skólans.

Kennsluáætlun

Hér setja kennarar inn námsáætlun í sínu fagi. Þó hafa verið brögð á að ekki sé hægt að setja inn námsáætlun í stærðfræði en starfsmenn Studia.is, sem sjá um námsnetið, eru að vinna í því.

Stundaskrá

Stundaskrá áfanga í tímaröð.

Nemendur:

Nemendalisti

Listi yfir alla nemendur í áfanganum.

Einkunnir

Einkunnir fyrir próf og verkefni í áfanganum birtast hér.

Senda póst

Hér er hægt að senda póst á kennara áfangans.

Kennsluefni:

Kennslustundir

Þetta svæði er eingöngu ætlað fyrir glærur.

Annað efni

Hér fer allskonar efni á ýmsu formi, kennsluefni jafnt sem ítarefni. Hér er oft einnig að finna krækjur á síður á netinu sem nýtast í faginu.

Verkefni

Hér fara öll verkefni og próf sem lögð eru fyrir og svo einkunnir úr þeim.

Próf

Hér eru öll rafræn próf sem lögð hafa verið fyrir.

Spurningar

Hér eru samdar spurningar sem síðan er hægt að nota í rafræn próf.

Prófabanki

Banki yfir gömul próf, oftast lokapróf, sem kennari hefur sett inn. Nemendur sjá prófin í 2 ár.

Æfingapróf

Hér eru æfingapróf sem kennari hefur sett inn

Umræðuþræðir

Hér getur kennari stofnað umræðuþræði sem nemendur hafa aðgang að og allir sem skráðir eru sjá bæði fyrirspurnir og svör.

Bækur

Hér er listi um þær bækur sem tilheyra áfanganum.

Glósur

Persónulegar glósur nemanda.Þetta svæði er persónuleg eign hvers og eins. Aðrir en eigendur hafa ekki aðgang að þessu svæði.

Síðast uppfært: 04.01.2022