Tölvuumsjón veitir nemendum og starfsfólki aðstoð er snýr að þeim vélbúnaði og hugbúnaði sem skólinn veitir, sem og almenna tölvuaðstoð fyrir nemendur.

Skólinn er rekinn á PC hugbúnaði og er því almennt þægilegri fyrir þannig tölvur. Nemendur og starfsfólk með Apple búnað þarf því að vera undir það búið að þær vélar geti þurft sérmeðferð.

Fyrir þá sem nota Apple þá mælum við með notkun Google Chrome eða Firefox í stað Safari.

Aðsetur: TARDIS, inn af stofu 12 í Andholti (AND12). 
. Netfang tölvuumsjónar er: tolvuumsjon (hjá) msund.is 

Starfsmenn tölvuumsjónar eru:

snapshot-006.jpg
Jóhann G. Thorarensen, almenn notendaþjónusta, námsnetið og Turnitin 

Agnar Guðmundsson, kerfisstjóri 
Hafsteinn-mynd (002).jpg 
Hafsteinn Óskarsson, sérlegur ráðgjafi í tölvu- og tæknimálum og hirðljósmyndari skólans 

Skrifstofa skólans og konrektor sjá um aðstoð við Innu 

Þráðlaust net skólans er: Msund-Nemendur, ekkert lykilorð 


Aðgangur að tölvukerfi og Office 365

Aðgangur nemenda að tölvum skólans, sem og Office 365 er skólanetfangið sem er kennitala með punkti á eftir 6. staf @msund.is.  Lykilorð samanstendur af Hástaf og lágstaf og tveimur tölustöfum

Dæmi um Notendanafn: 123456.7890@msund.is

Dæmi um Lykilorð: Vm43

Þessar upplýsingar voru sendar af Agnari Guðmundssyni kerfisstjóra haustið 2021. Athugið að eldri nemar fengu líka ný lykilorð.

Hægt er fá nýtt lykilorð með því að senda póst á tölvuumsjón eða kíkja í heimsókn í TARDIS. Munið að nota fullt nafn og kennitölu ef sendur er póstur. 

Nemendur hafa aðgang að Office365 í gengnum heimasíðu skólans þar sem hægt er að nálgast Office pakkann án endurgjalds meðan nemendur eru í námi. Bæði er hægt að nota vefútgáfuna og hlaða pakkanum niður og setja hann upp í tölvunni. Mælt er með þessu seinna.

Í office pakkanum er að finna meðal annars Word, Excel, Powerpoint, Teams, Outlook og geymsluplássið OneDrive sem er 1 Tb (1000 Gb). Meiri upplýsingar er að finna hér til hliðar. 


Aðstaða

Í skólanum eru þrjár tölvustofur auka nemendavéla á gulum svæðum í Jarðsteini, Loftsteini, Langholti, og Aðalsteini, annarri og þriðju hæð. 

Nemendaprentarar eru í Aðalsteini annarri hæð (AÐA20) og í stofu 12 í Andholti (AND12)

Ekki er gerð krafa á að nemendur komi með fartölvur í skólann en það er æskilegt þar sem mikið er um vinnu á tölvutæku formi, vinnubækur á netinu og rafræn próf. 

Mikilvægt er að geyma aðgangsupplýsingar vel því nemendur þurfa að nota þetta víða. 

Ahugið! 

Starfsmenn og nemendur skólans eru hvattir til þess  virða lög um höfundarétt og reglur um fjölföldun á efni. 

   

 

   

 

 


Síðast uppfært: 30.11.2021