Þjónusta við nemendur með sértæka námserfiðleika

Eftirfarandi er í boði:

  • Boðið er upp á sérstakan valáfanga, námsaðferðir, fyrir nemendur með greiningu um lestrar- eða stærðfræðierfiðleika. 
  • Boðið er upp á námskeið fyrir nýnema með greiningu um lestrar- eða stærðfræðierfiðleika í upphafi skólaárs. 
  • Kvíðanámskeið á vegum námsráðgjafa. 
  • Einstaklingsviðtöl hjá námsráðgjöfum við nemendur sem koma með greiningar um lestrar-, stærðfræði- eða skriftarerfiðleika. 
  • Vakni grunsemdir um að nemandi sé með lestrar- eða stærðfræðierfiðleika hvetja námsráðgjafar hann til að fara í greiningu til sérfræðinga t.d. taugasálfræðinga og lestrarsérfræðinga. 
  • Námsráðgjafar hvetja nemendur til að sækja sér þjónustu hjá Hljóðbókassafni Íslands þegar greining liggur fyrir. 
  • Námsráðgjafar upplýsa kennara um hvaða nemendur þeirra glíma við lestrar- eða aðra sértæka námsörðugleika . 
  • Ábending til kennara að nota arial letur því það hentar nemendum með lestrarerfiðleika. 

Nemendur sem þurfa próf/stór verkefni á lituðum pappír geta óskað eftir því. Einnig geta þeir óskað eftir lengri tíma til að leysa verkefni reynist þörf á því.

Hljóðskrár

Þegar um er að ræða verkefni/próf í tungumálum þar sem krafist er sérstaks undirbúnings geta nemendur sem hafa verið greindir með sértæka námserfiðleika óskað eftir því að fá viðkomandi verkefni/próf á hljóðskrá (MP3spilara) ef vægi þess verkefnis er 10% eða hærra af heildarvægi námsmats í áfanganum.   

Síðast uppfært: 04.09.2018