Sértæk þjónusta og stuðningur

Mikilvægt er að nemendur sem greindir er með námsörðugleika eða annað sem haft getur áhrif á námsframvindu séu meðvitaðir um hvaða þjónusta er í boði. Brýnt er að senda greiningar eða staðfestingu til námsráðgjafa á rafrænu formi í upphafi náms eða um leið og greining liggur fyrir.

Kennarar þeirra nemenda sem skilað hafa inn gögnum fá upplýsingar og geta þá betur komið til móts við nemanda ef á þarf að halda. Nemandi getur óskað eftir því að fá próf eða verkefni á lituðum pappír. Ennfremur hafa nemendur í ákveðnum tilvikum geta fengið lengri tíma til að leysa próf eða verkefni í samráði við kennara. Þeir nemendur sem þurfa, geta óskað eftir að fá próf eða stór verkefni í tungumálum sem krafist er sérstaks undirbúnings, lesin á tónhlöðu, ef vægi þess er 10% eða hærra á heildavægi námsmats. Mikilvægt er að nemendur láti kennara sína vita með fyrirvara vilji þeir ákveðið verkefni með þessum hætti.

Hljóðbókarsafn Íslands (www.hbs.is) þjónustar nemendur sem ekki geta nýtt sér að fullu prentað letur.  Lang flestar- þó ekki allar bækur sem kenndar eru við skólann eru til á safninu. Við hvetjum nemendur skólans að nýta sér þjónustu safnsins uppfylli þeir skilyrði þess. Nánar má lesa um safnið á heimasíðu þeirra.

  

Síðast uppfært: 20.09.2021