Náms- og starfsráðgjöf

Markmið ráðgjafar í skólanum er að sinna nemendum á faglegan hátt í námi þeirra og einkamálum. Ráðgjöfin er veitt í trúnaði við nemendur. Ráðgjafinn gætir hags­muna ein­staklinga og hópa. Hann leitast við að vinna á fyrir­byggjandi hátt með það fyrir augum að nemendum takist að skapa sér viðunandi vinnuskilyrði heima og í skóla.

Þjónusta á meðan á samkomubanni stendur:

Þó að skólinn sér lokaður vegna samkomubanns verður ennþá hægt að leita til náms- og starfsráðgjafa. Ráðgjöfin fer fram í gegnum síma, fjarfundabúnaðinn Teams og tölvupóst. Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Við höfum sett saman upplýsingavegg sem er uppfærður reglulega og allar helstu upplýsingar og fréttir, ásamt fróðleik frá okkur náms- og starfsráðgjöfum birtast þar.

Starfsmenn

Í Menntaskólanum við Sund starfa tveir ráðgjafar, Björk Erlendsdóttir er forstöðumaður náms- og starfsráðgjar og með henni starfar Hildur Halla Gylfadóttir náms- og starfsráðgjafi.  Þær hafa hvor um sig sína skrifstofu í Loftsteini. Fyrir framan skrifstofur er sameiginleg biðstofa þar sem nemendur geta beðið eftir viðtali við ráðgjafa.

Tímapantanir

Náms- og starfsráðgjafar eru við alla daga frá kl. 8:00- 16:00. Nem­endur geta pantað tíma bæði símleiðis og á netföngunum: bjorke hjá msund.is og hildurhg hjá msund.is. Foreldrum og for­ráða­mönnum er ennfremur velkomið að nýta sér ráð­gjöfina.

Vinnuaðferðir

Unnið er út frá heildarsýn á aðstæður einstaklinga og skiptist ráðgjöfin á milli námsráð­gjafar og persónulegrar ráðgjafar. Áhersla er á að nemendur eigi kost á heildstæðri ráðgjöf allan sinn námsferil. Leitast er við að vinna á fyrirbyggjandi hátt með það fyrir augum að nemendum takist að skapa sér viðunandi vinnuskilyrði heima fyrir og í skóla. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl sem og hópráðgjöf ef aðstæður eru þannig að líklegt megi teljast að hún gagnist nemendum. Oft hafa ráðgjafar milligöngu um tilvísanir á sérfræðiaðstoð. Nemendum býðst að taka áhugasviðskönnunina Í leit að starfi. 

Náms- og starfsráðgjafar annast skólakynningar, bæði til grunnskólanemenda sem og til útskriftarhópa Menntaskólans við Sund. Þeir veita einnig foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum sem tengjast nemendum ráðgjöf sé þess óskað.

Fræðsla

Náms -og starfsráðgjafar sjá um fræðslu og námskeið á hverri önn, s.s.:

-Sjálfsstyrking

-Prófkvíði og frestun

-Námstækni

-Hópefli

-Hópráðgjöf (Watch)


Síðast uppfært: 26.03.2020