Foreldraráð Menntaskólans við Sund

Um hlutverk foreldraráðs

Samkvæmt 50. gr. í lögum um framhaldsskóla frá 2008 nr. 92 segir: Foreldraráð.     

"Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð. Skólameistari boðar til stofnfundar þess. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagsmenn geta verið foreldrar nemenda við skólann.

Kjósa skal í stjórn ráðsins á aðalfundi þess. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Foreldraráð setur sér starfsreglur." 

Samskipti

Við skólann hefur verðið starfrækt sérstakt samskiptanet foreldra (foreldranet) þar sem foreldrar geta skipst á ráðum og stutt hvert annað.  Haldnir eru fundir í skólanum á hverri önn með foreldrum nemenda á fyrsta ári og einnig eru haldnir sérstakir fræðslufundir fyrir foreldra þar sem fjallað er um afmarkaða þætti skólastarfsins. Foreldraráð var stofnað við skólann í janúar 2009. Foreldraráð MS heldur úti FB síðu,

Foreldraráð Menntaskólans við Sund

Stjórn foreldraráðs skólaárið 2017-2018:

Óttarr Guðlaugsson, formaður

Björk Birgisdóttir, gjaldkeri

Eyrún Ósk Magnúsdóttir, ritari

Valdís Vera Einarsdóttir, meðstjórnandi

Netfang foreldraráðs er foreldraradms@gmail.com

Fésbókarsíða foreldaráðs er Foreldraráð MSund

Áheyrnarfulltrúi í skólanefnd

Guðfinna Ármannsdóttir

Síðast uppfært: 16.11.2017