Samskráin Gegnir

Gegnir er bókasafnskerfi og jafnframt samskrá íslenskra bókasafna. Árið 2020 gerðist bókasafn M.S. aðildarsafn í Gegni.

Landskerfi bókasafna hf. rekur Gegni. Landskerfið er hlutafélag um rekstur Gegnis og var stofnað 14. nóvember 2001. Félagið stofnuðu ríkið og 26 sveitarfélög. Síðar hafa allmargir aðrir hluthafar bæst í hópinn. Eins og stendur á ríkissjóður rúmlega helming hlutafjárins. Tilgangur félagsins er að reka sameiginlegt upplýsinga-og skráningarkerfi fyrir bókasöfn á Íslandi.


©Bókasafn og upplýsingamiðstöð bókasafns M.S.

Síðast uppfært: 02.12.2021