Útlán og safnkostur

Aðföng safnsins

Efni sem berst safninu er skráð jafnóðum í Gegni

Útlán

Almennt eru bækur (ekki kennslubækur)  safnsins er lánaðar 30 daga í senn með möguleika á framlengingu eftir þörfum (nema þegar liggur fyrir pöntun á efninu). DVD diskar eru lánaðir í 7 daga. Vasareiknar, spjaldtölvur, fartölvur og hleðslutæki fyrir síma eru eingöngu til afnota innan skólans. Kennsluefni er eingöngu til afnota innan skólans og er skráð á sérstök eyðublöð. Skammtímalán vegna verkefnagerðar eru sett upp fyrir efni sem notað er í einstökum námskeiðum.

Bækur

Á safninu er yfirgripsmikið safn íslenskra bóka og bóka á kennslumálum skólans eða um 12.000 bindi bóka. Nýtt efni berst reglulega. Bókakostur safnsins er mjög fjölbreyttur. Þar er meðal annars að finna handbækur, orðabækur, skáldrit og fræðibækur.

Myndefni

Safnið hefur að geyma fjölbreytt úrval mynddiska sem notaðir eru við kennslu og stendur nemendum og kennurum til afnota.

Rafrænt efni

Bókasafnið er áskrifandi að rafrænu efni, til dæmis að Landsaðgangi að rafrænum áskriftum og Snara.is


Síðast uppfært: 01.03.2022