Bókasafn og upplýsingamiðstöð skólans

Starfsfólk

Forstöðumaður safnsins er  Kristín Konráðsdóttir kristink@msund.is 

Húsnæðið

Bókasafnið er í glæsilegu 205 fermetra  húsnæði á jarðhæð nýrrar byggingar skólans þar sem afar góð aðstaða er fyrir nemendur, hvort sem það er til að fletta upp í stórum bókakosti safnsins, setjast niður á huggulegum stað og lesa eða finna ró og næði til þess að læra.

Afgreiðslutími

Á starfstíma skólans er safnið opið sem hér segir:

Mánudaga kl. 8-15

þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8-16
Miðvikudaga og föstudaga kl. 8-14:50


Markmið bókasafns og upplýsingamiðstöðvar skólans:

Í starfsemi skólasafns skal leggja áherslu á að þjálfa nemendur í sjálfstæðri upplýsingaleit og notkun gagnabanka.

Bókasafn og upplýsingamiðstöð MS þjónar nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans. Á safn­inu er efni sem tengist kennslu og annarri starfsemi í skólanum.

Það er stefna safnsins að gögn þess nýtist sem best í skólastarfinu. Vandaður undirbúningur vegna verkefna­vinnu og að nemendur virði reglur safnsins eru lykil­atriði varðandi góða nýtingu safn­kosts og góða þjónustu við nemendur.

Notendur utan skólans hafa einungis lágmarksaðgang að gögnum safnsins (eða skv. nánara samkomulagi), það er að safnið lætur í té aðstöðu fyrir utanaðkomandi aðila til að vinna með gögnin á  staðnum og/eða að hægt er að fá viðkomandi gögn í millisafnaláni.

Vinnuaðstaða fyrir notendur: Á lessal er aðstaða fyrir 24 nemendur í senn (ein­staklingsvinna). Í safnrýminu er aðstaða fyrir 24 nemendur alls á sjö borðum (einstaklings- eða hópvinna). Tvær tölvur eru á safninu ætlaðar til uppflettingar. Þráðlaust net er á safninu og hægt er að hlaða tölvur.

Starfsmenn veita alhliða bókasafns- og upplýsingaþjónustu, svo sem aðstoð við heimildaleitir. Ennfremur ráðgjöf við frágang heimildalista. Bóka má tíma hjá bókasafns- og upplýsingafræðingi með því að senda tölvupóst hér.

Nemendur eru hvattir til að koma að máli við forstöðukonu bókasafns og koma með hugmyndir um bókakaup eða senda tölvupóst á kristink(hjá]msund.is

Leiðbeiningar um bókasafn MS og notkun gagna

BokasafnMS_Kynning_2021.pdf

    


Síðast uppfært: 01.02.2023