Aðgerðaráætlun í jafnréttismálum
Jafnréttisáætlun skólans er liður í því að stuðla á kerfisbundinn hátt að auknu jafnrétti í
skólanum. Í aðgerðaáætlun kemur fram til hvaða aðgerða skólinn grípur til þess að uppfylla
skyldur skólans sem greint er frá í 19.- 23. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla.
Launajafnrétti, 19. gr.
Samkvæmt lögum skulu allir njóta sambærilegra kjara fyrir sömu vinnu eða jafn verðmæt
störf. Skólinn vinnur að því að hljóta formlega jafnlaunavottun í samræmi við ákvæði laga.
Í Menntaskólanum við Sund sér samstarfsnefnd félaga í KÍ og stjórnenda skólans um að
ákvarða launasetningu kennara, aðstoðarstjórnenda, námsráðgjafa, fagstjóra og
verkefnisstjóra. Samstarfsnefnd undirritar stofnanasamning en hlutverk hans er að auka
gagnsæi og efla samstarf starfsmanna og stjórnenda. Í stofnanasamningi kemur fram
skipting í launaflokka og launaþrep eftir menntun og reynslu sem og ákvæði til
starfsþróunar. Samstarfsnefnd fundar með reglulegu millibili og endurnýjar samninginn
eftir þörfum.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|---|
Að gæta þess að allir fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni. | Árleg greining á launasetningu starfsmanna skólans. Vinnuskýrslur birtar starfsmönnum í upphafi annar þar sem launasetning er tilgreind. Laun leiðrétt ef óútskýranlegur munur kemur fram. | Rektor/konrektor. | Í upphafi skólaárs. |
Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun, 20. gr.
Laus störf í Menntaskólanum við Sund eru auglýst opinberlega og sértaklega tekið fram
að jafnréttissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við ráðningar. Störf kennslustjóra,
námsbrauta- og námskrárstjóra eru auglýst innan skólans og einnig sérverkefni eins og
störf fagstjóra og verkefnisstjóra.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|---|
Laus störf hjá skólanum skulu standa öllum opin óháð kyni. | Samantekt á kynjahlutföllum starfsmanna yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar. | Rektor/konrektor. | Í lok skólaárs. |
Samstarfsnefnd starfsmanna MS í KÍ og skólans ákveður árlega fjármagn sem skólinn
veitir í þróunarstyrki til félagsmanna í KÍ sem vinna að þróun á skólastarfi í MS óháð kyni.
Fimmtán til tuttugu starfsmenn hafa farið árlega á vegum skólans á námskeið, ráðstefnur
og í starfsspeglun fyrir styrki frá Erasmus+ og er haft að leiðarljósi að gefa öllum
sambærileg tækifæri á að fara í slíkar ferðir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Önnur
starfsþróun, þróunarverkefni, starfendarannsóknir og námskeið skipulögð af
endurmenntunarstjóra MS standa öllum starfsmönnum jafnt til boða.
Markmið | Aðgerð | Rektor/konrektor | Tímarammi |
---|---|---|---|
Tryggja að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllum óháð kyni. | Regluleg athugun á sókn kennara í sambærilegum störfum í endurmenntunarnámskeið og í starfsþjálfun. | Rektor/konrektor. | Í upphafi skólaárs. |
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, 21. gr.
Í skólanum er leitast við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur sínar og
ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Skóladagurinn í MS byrjar 8:30 á morgnana og hafa kennarar
töluverðan sveigjanleika í vinnutíma á milli þess sem þeir kenna samkvæmt stundaskrá.
Með þessum hætti gefst möguleiki á að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og
vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa
skólans. Þriggja anna kerfi skólans reynist góður og sveigjanlegur rammi utan um vinnuskil
kennara. Kennarar geta skilað árlegri vinnu sinni með ólíkum hætti á hverri önn og jafnvel
á færri önnum ef óskað er. Þriggja anna kerfið liðkar fyrir kennurum sem fara í fæðingarog
foreldraorlof, bæði þeim sem hefja orlof og þeim sem snúa aftur til starfa að loknu orlofi.
Þá er stokkatafla skólans þannig útbúin að kennarar hafi sem heildstæðastan vinnudag og
að kennsluhlé geti nýst til að sinna erindum fjölskyldunnar. Kennsluskipting sem er gerð
fyrir allt skólaárið í einu skapar fyrirsjáanleg vinnuskilyrði og auðveldar samræmingu
fjölskyldu og atvinnulífs.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|---|
Halda áfram að leita leiða til þess að koma á sveigjanlegum og fyrirsjáanlegum vinnutíma ásamt því að minna á mikilvægi þess að samhæfa fjölskyldu- og atvinnulíf. | Finna leið til þess að fastsetja kennara og áfanga í stokkum í stundatöflu. | Námskrár- og námsbrautarstjóri /konrektor | Skólaárið 2020-2021. |
Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg áreitni, 22. gr.
„Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma
í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir [kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða
kynferðislegri áreitni] 1) á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.“
Hverskyns kynbundin eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin í Menntaskólanum við Sund.
Allir nemendur og starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir
sæti ekki kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða kynbundinni áreitni.
Ef starfsmenn telja sig verða fyrir kynbundnu- eða kynferðislegu ofbeldi eða áreitni skulu
þeir leita til rektors eða trúnaðarmanna og nemendur geta leitað til námsráðgjafa eða
kennslustjóra. Leitað verður sátta ef svo ber undir en málinu komið í lögformlegan farveg
takist það ekki eða grunur leikur á alvarlegu broti. Á öllum stigum skal tryggt að aðilum
máls sé veittur viðeigandi stuðningur.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|---|
Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðin í skólanum. Því eru fyrirbyggjandi aðgerðir og fyrirfram ákveðin viðbrögð nauðsynleg. | Fræðsla um einelti og kynferðislega áreitni fyrir starfsfólk og nemendur. Vinnureglur og ferlar uppfærð eftir þörfum. | Rektor/konrektor/kennslustjóri og öryggistrúnaðarmaður. | Kynning í upphafi skólaárs. |
Menntun og skólastarf, 23. gr
„Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi“.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|---|
Við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólanum skal gæta kynjasamþættingar | Starfsfólk fái fræðslu í samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða | Rektor/ jafnréttisfulltrúi | Í upphafi hvers skólaárs. |
„Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á
að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi“.
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|---|
Nemendur hljóti fræðslu um jafnréttismál þar sem þeir eru undirbúnir undir jafna þátttöku í samfélaginu. | Jafnréttisfræðsla og fræðsla um það hvernig vandamál eru leyst í lýðræðislegu samfélagi fer fram í skylduáfanganum LÝÐS1LS05 og FÉLA2ES05 og valáfanga í kynjafræði en verði einnig samþætt og sýnileg í kennslu annarra áfanga. | Rektor/kennarar. | Á hverju skólaári. |
„Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.“
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|---|
Að námsgögn mismuni ekki eftir kynjum | Við val á námsefni sé jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi | Rektor /kennslustjóri/ kennarar. | Í upphafi hvers skólaárs |
„Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og
ráðgjöf í tengslum við sömu störf.“
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|---|
Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf varðandi nám og störf óháð kyni | Unnin verði heildstæð náms- og starfsráðgjafaráætlun þar sem áhersla er lögð á jafnrétti kynjanna | Náms- og starfsráðgjafi | Skólaárið 2020 – 2021. |
Jafnréttisvísar (tölfræði yfir starfsmenn, nemendur, nefndir og ráð í skólanum)
Unnið skal markvisst að því að jafna fjölda kvenna og karla í nefndum og ráðum á vegum
skólans. Þegar óskað er eftir tilnefningu í nefndir og ráð skal farið fram á að tekið sé mið
af 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem segir að
hlutfall kynjanna skuli vera jafnt og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að
ræða. Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna
bæði karl og konu. Jafnréttisvísar eru teknir saman eins oft og þurfa þykir til að vinna að
þessu markmiði. Skólinn veitir trúnaðarmönnum aðgang að upplýsingum um auglýst störf
og ráðningar í samræmi við ákvæði laga.
(Síðast uppfært 24. mars 2020)