Helstu starfssvið við skólann

Rektor

 Rektor ber ábyrgð á starfsemi skólans, fjárhagslegri sem og faglegri. Rektor ber ábyrgð á eignum og fjárreiðum og öðrum rekstri skólans. Rektor ræður starfsfólk, ber ábyrgð á inn­töku nemenda, hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi. Rektor ber ábyrgð á því að starfsmenn ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber. Rektor er framkvæmdastjóri skólanefndar og odd­viti skólaráðs.

Konrektor

 Konrektor er staðgengill rektors og honum til aðstoðar við daglega stjórn skólans. Hann hefur umsjón með faglegu starfi og sjálfsmati. Konrektor hefur umsjón með stundatöflugerð og útgáfu prófskírteina. Konrektor aðstoðar einnig m.a. við starfsmannahald, skipulagningu starfa, fjármál, vinnumat og launamál.  

Kennslustjóri

Kennslustjóri hefur umsjón með nemendabókhaldi, þar á meðal skráningu nemenda, fjarvistarskráningu, mati á námi og útgáfu námsferla. Hann heldur utan um framkvæmd skólareglna og er tengiliður kennara við yfirstjórn skólans varðandi agamál nemenda. Kennslustjóri er kennurum til stuðnings varðandi agastjórnun og námsmat og hefur umsjón með skipulagi námsmats sem fer fram á matsdögum. Hann situr í skólaráði og er framkvæmdastjóri þess og kennslustjóri er tengiliður yfirstjórnar skólans við foreldraráð MS og nemendafélag MS.

Námsbrauta- og námskrárstjóri

Námbrauta og námskrárstjóri er hluti af stjórn skólans. Hann hefur umsjón með skipulagi námsbrauta, þróun þeirra og farsælli innleiðingu námsmarkmiða . Hann heldur utan um  námskrá skólans og gerir tillögur til rektors um þróun hennar  og samhæfingu breytinga til að tryggja að þær verði í samræmi viðmarkmið.  Námsbrauta- og námskrárstjóri hefur yfirumsjón með vali nemenda og skipuleggur valdaga og úrvinnslu gagna tengdum þeim. Hann heldur saman gögnum um námsferil nemenda og annast gerð stundaskrár fyrir nemendur og kennara. Hann skipuleggur fundi með fagstjórum í samráði við aðra stjórnendur.

Fagstjórar

Fagstjórar hafa umsjón með kennslu í einstökum námsgreinum eða námsgreinasviðum og þeim ber að tryggja að viðhorf almennra kennara berist greiðlega til stjórnenda skólans. Þeir boða reglulega fagfundi, stýra þeim og senda fundargerðir frá þeim til skrifstofu skólans. Fagstjórar stýra vinnu við gerð námsáætlana, velja námsefni í samráði við kennara og senda lista yfir námsefni til skriftstofustjóra. Þeim ber að fylgjast með því að námsmat uppfylli kröfur. Fagstjórar gera tillögu að kennsluskiptingu innan viðkomandi greinar eða sviðs og eru rektor til ráðuneytis varðandi ráðningar kennara.  

 Kennarar

Kennarar annast, taka þátt í og bera ábyrgð á kennslu, undirbúningi kennslu, námsmati og faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum m.a. gerð námsáætlana og prófa. Kennarar sjá um að skrá viðveru nemenda sinna, bjóða upp á viðtalstíma og sinna upplýsingagjöf vegna sjálfsmats og skólanámskrár. Kennarar sitja kennarafundi. Sjá nánar í 7. grein reglugerðar nr. 1100/2007 um starfslið og skipulag framhaldsskóla og um vinnumat í Kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra frá 2014.

Náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann. Náms- og starfsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þurfi eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Hann kemur upplýsingum þar um til skólameistara. Náms- og starfsráðgjafi skal m.a. skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum, og annast ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda. Sjá nánar í 9. grein reglugerðar nr. 1100/2007 um starfslið og skipulag framhaldsskóla.

Þjónustufulltrúi við baðvörslu

Þjónustufulltrúi við baðvörslu sér um þrif og hefur umsjón með íþróttasal, búningsklefum og svæði framan við búningsklefana.  Utan starfstíma skóla breytist hlutverk þjónustufullrúans í almennan þjónustufulltrúa sem sinnir tilfallandi verkum undir stjórn umsjónarmanns húseigna og rektors.

Fjármálastjóri

Fjármálastjóri vinnur við áætlanagerð, launamál, tölvubókhald og dagleg fjármál skólans. Hann leiðbeinir nemendafélaginu um fjármál þess.

Forstöðumaður bókasafns

Forstöðumaður bókasafns heldur utan um rekstur bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar skólans. Hann sér um innkaup og skráningu á bókum og öðrum safn­gögnum, annast útlán og aðstoðar nemendur og kennara við heimilda­leit og upplýsinga­öflun.

Umsjónarmaður húseigna

Umsjónarmaður húseigna hefur eftirlit með viðhaldi og viðgerðum á húsnæði skólans og húsmunum og daglegri ræstingu, sem og mörgu fleiru. Hann opnar hús skólans að morgni og lokar þeim að kvöldi. Hann sér að mestu um samskipti við ýmsa iðnaðarmenn og gætir að ýmsum rekstri svo sem nýtingu hita, ljós og loftræstingar.

Skrifstofustjóri

Skrifstofustjóri skipuleggur starfsemi skrifstofunnar og stýrir verkefnum sem undir hana falla. Hann veitir allar almennar upplýsingar og þjónustu. Skrifstofustjóri tekur við tilkynningum um veikindi nemenda og starfsmanna og gefur út vottorð og hefur umsjón með einkunna- og fjar­vistabókhaldi.

Umsjónarmaður íþróttahúss

Umsjónarmaður íþróttahúss heldur utan um útleigu á íþróttasal skólans og er tengiliður skólans við leigutaka. Hann ákveður, í samráði við rektor, tímaramma fyrir útleigu á íþróttaaðstöðunni og heldur lista yfir ábyrgðarmenn leigutaka. Hann gengur frá leigusamningi í samvinnu við fjármálastjóra. Umsjónarmaður íþróttahúss hefur umsjón með búnaði og tækjum í íþróttahúsinu og kemur með ábendingar og tillögur að endurnýjun og úrbótum til rektors. Umsjónarmaður íþróttahúss fylgist með, í samvinnu með umsjónarmanni fasteigna MS, umgengni í íþróttaaðstöðunni og gengur frá ræstingaráætlun fyrir íþrótthúsið, búningsklefa og tækjasal.

Þjónustufulltrúi á skrifstofu

Þjónustufulltrúi sinnir almennum skrifstofustörfum undir stjórn skrifstofustjóra og skipuleggur vinnutíma sinn á skrifstofu í samráði við hann.  

Endurmenntunarstjóri

Endurmenntunarstjóri skipuleggur í samráði við stjórn skólans endurmenntun starfsmanna með áherslu á starfsþróun og nýsköpun í starfi starfsmanna. Tengiliður: Konrektor.

Félagsmálafulltrúar

Félagsmálafulltrúar eru tveir. Þeir hafa eftirlit og umsjón með félagslífi og öllum samkomum nemenda, innan skólans og utan, t.d. dansleikjum í samráði við stjórn skólans. Þeir sinna einnig forvörnum og fræðslu á því sviði í samvinnu við nemendafélag, forvarnarfulltrúa, foreldraráð og stjórn skólans. Annar félagsmálafulltrúinn starfar með áherslu á forvarnir og lýðheilsu, hann sinnir skipulagningu forvarna og fræðslu á því sviði í samvinnu viðnemendur, foreldraráð  og stjórn skólans. Hinn félagsmálafulltrúinn er með áherslu á jafnréttismál. Hann vinnur að jafnréttisstefnu skólans sem lýtur bæði að starfsfólki og nemendum skólans og stuðlar að framkvæmd aðgerðaáætlunar í jafnréttismálum á hverjum tíma í samvinnu við stjórn skólans. Hann vinnur með fulltrúum nemenda að gæðamati á útgáfuefni á vegum Skólafélags MS og stuðlar að því að jafnréttis kynjanna sé gætt í félagslífi nemenda. Félagsmálafulltrúar skulu funda að jafnaði tvisvar í mánuði með stjórn nemendafélagsins. Tengiliðir: Rektor og kennslustjóri.

Hirðmeistari útskriftar

Hirðmeistari útskriftar skipuleggur æfingar með væntanlegum útskriftarnemum og undirbýr útskriftarhátíð í samráði við stjórn skólans. Tengiliður: Rektor.

 Mætingastjóri

 Mætingastjóri sér um skólasóknaruppgjör, mætingareinkunnir og mætingareiningar. Mætingastjóri fylgist markvisst með mætingu nemenda undir 18 ára aldri, vinnur með jafningjahópi nemenda með slaka skólasókn, tekur saman tölfræði um mætingu og situr fundi stjórnenda og námsráðgjafa um nemendamál. Tengiliður: Kennslustjóri

Sjálfsmatsstjóri

Sjálfsmatsstjóri heldur utan um og skipuleggur sjálfsmatsverkefni í samráði við stjórn skólans og aðstoðar við gerð sjálfsmatsáætlunar og sjálfsmatsskýrslu. Tengiliður: Konrektor.

Verkefnisstjóri Námsnetsins

Verkefnisstjóri Námsnetsins stýrir notkun og þróun á innra námsneti í skólanum í samstarfi við stjórn skólans. Hann aðstoðar kennara og er tengiliður skólans við rekstraraðila netsins. Tengiliður: Rektor.

Verkefnisstjóri um erlent samstarf

Verkefnisstjóri um erlent samstarf er tengiliður vegna samstarfsverkefna við erlenda aðila og aðstoðar við öflun, framkvæmd og skýrslugerð vegna styrkja fyrir samstarfsverkefni erlendis. Tengiliður: Konrektor.

Öryggisstjóri

Öryggisstjóri MS boðar til funda í Öryggisnefnd skólans og færir fundargerðir nefndarinnar. Hann skal í nefndinni taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Öryggisstjóri, í samvinnu við öryggisnefnd sér um að leggja fram við stjórn skólans tillögur að stefnu og aðgerðaáætlun í öryggismálum. Öryggisstjóri og öryggisnefnd skólans skal fylgja eftir stefnu skólans og starfa að vinnuverndarmálum í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 920/2006 .

Umsjón með tvítyngdum nemendum og nemendum af erlendum uppruna


Síðast uppfært: 10.08.2022