Skóladagatal veturinn 2017-2018

Skóladagatal Menntaskólans við Sund inniheldur upplýsingar um upphaf og endi skólaársins. Skóladagatalið endurspeglar skipulag skólastarfsins og er sett í samræmi við ákvæði reglugerðar um starfstíma framhaldsskóla, nr. 260/2017. Einnig er þar að finna upplýsingar um upphaf kennslu, tímasetningu umsjónardaga og skiptingu  í kennslu- og matsdaga.  Upplýsingar um tímasetningar helstu atburða í skólalífinu, svo sem funda, viðburða á vegum nemendafélagsins og annað  þess háttar verður hægt að finna á upphafssíðu heimasíðu skólans undir liðnum FRAMUNDAN.

Þar sem skólinn mun starfa skólaárið 2017-2018 eftir tveimur kerfum, eldri námskrá og nýrri námskrá eru hér að neðan birt tvö ólík dagatöl. Annað er fyrir þá nemendur sem fylgja nýju kerfi en hitt er fyrir þá sem fylgja eldri námskrá. Dagatal nemenda sem fylgja nýrri námskrá skiptist í þrjár annir en þeirra sem fylgja eldri námskrá skiptist í tvær annir eins og verið hefur. Upphaf og endir skólaárs er sá sami fyrir alla.

Skóladagatal sem pdf skrár:

Dagatal 2017-2018 eldra.pdf

Dagatal 2017-2018 nytt.pdf

Skóladagatal bæði kerfi sem excel skrá: 

Dagatal 2017-2018 bæði kerfi.xlsx

Síðast uppfært: 19.02.2018