Skóladagatal
Skóladagatal Menntaskólans við Sund inniheldur upplýsingar um upphaf og endi skólaársins. Skóladagatalið endurspeglar skipulag skólastarfsins og er sett í samræmi við ákvæði reglugerðar um starfstíma framhaldsskóla, nr. 260/2017. Einnig er þar að finna upplýsingar um upphaf kennslu, tímasetningu umsjónardaga og skiptingu í kennslu- og matsdaga. Upplýsingar um tímasetningar helstu atburða í skólalífinu, svo sem funda, viðburða á vegum nemendafélagsins og annað þess háttar verður hægt að finna á upphafssíðu heimasíðu skólans undir liðnum FRAMUNDAN.
Skóladagatal 2023-2024
Dagatal 2023-2024 útg. 27. mars 2023.pdf
Skóladagatal 2022-2023
Skóladagatal 2022-2023.pdf
Stokkatafla
Kennsla í MS hefst klukkan 8:30 alla daga. Lang flestir 5 feininga áfangar eru kenndir þrisvar í viku. Morgunstokkur er 3 kennslustundir, miðjustokkur er tvær kennslustundir og svo er þriggja kennslustunda stokkur eftir hádegið, alls átta kennslustundir. Áfangar sem ekki eru í hefðbundnum 8 tíma stokkum eru F, G, H og J stokkarnir en þeir eru allir tvær kennslustundir á viku. I stokkur er ein kennslustund.