Um hlutverk öryggisnefndar

Öryggisnefnd 

Öryggisnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Öryggisnefndin heldur fundi eins oft og hún sjálf telur þörf á en þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Helstu verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða eru að; - taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda - kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar  öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun - fylgjast með að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum - vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og  heilsu starfsmanna í hættu - gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur - fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt  Nánari upplýsingar eru í reglugerð nr. 920/2006 um vinnuverndarstarf á vinnustöðum. 

Öryggistrúnaðarmenn 

Öryggistrúnaðarmenn skulu kosnir af starfsmönnum til tveggja ára í senn. 

Öryggisverðir 

Öryggisverðir eru skipaðir af atvinnurekanda til tveggja ára í senn. 


Síðast uppfært: 23.02.2022