Markmið og aðgerðir 2019-2020

Hér að neðan eru þau markmið og aðgerðir sem skólinn hefur samþykkt að leggja sérstaka áherslu á skólaárið 2019-2020

Megin markmið aðgerðaráætlunar

 1. Mótun skólabrags
 2. Þróun kennslufræði í takt við námskrá MS
 3. Faglegt samstarf, starfsþróun og endurmenntun
 4. Nám í MS
 5. Umhverfismál, stjórnsýsla og rekstur
 6. Afmæli skólans

Mótun skólabrags

 1. Halda áfram að móta nýjar hefðir í MS
 2. Vinna með samskipti meðal starfsmanna og nemenda
 3. Styðja við nemendur og forráðamenn þeirra við uppbyggingu fjölbreyttara félagslífs
 4. Vinna að bættri umgengni
 5. Fylgja eftir aðgerðaráætlun um varnir gegn brotthvarfi

Þróun kennslufræði í takt við námskrá MS

 1. Með því að byggja upp seiglu nemenda og hvetja þá til þess að taka ábyrgð á eigin námi
 2. Með áherslu á virkni og þátttöku nemenda í náminu
 3. Með áherslu á að skapa öllum nemendum góð skilyrði til náms, með:
  • fjölbreyttum kennsluháttum og námsmati
  • því að huga að gagnrýnni hugsun, félagsfærni og tjáningu nemenda
  • því að taka tillit til reynsluheims þeirra og hugmynda

Faglegt samstarf, starfsþróun og endurmenntun

 1. Efla faglegt samstarf innan námsgreina og milli þeirra
 2. Hvetja starfsmenn til þess að taka þátt í :
  • Starfendarannsóknum
  • Fræðslufundum
  • Erlendum samstarfsverkefnum (t.d.  Erasmus+ og Nord+)
 3. Samskipti við aðra skóla
  • Þróunarverkefni: Faglegt lærdómssamfélag í samvinnu við Vogaskóla
  • Skólaheimsókn til Kanada
  • Fjölbreytt verkefni innanlands

Nám í MS

 1. Samþætting námskrár og kennslu við viðmið áfanga
  • Styrkir Samstarfsnefndar MS og félagsmanna í KÍ
  • Öflugt og skipulagt fagstjórastarf
 2. Þátttaka allra starfsmanna í „Nám í MS – dögunum“
  • Tveir vinnufundir sem verða haldnir utan MS  

Umhverfismál, stjórnsýsla og rekstur

 1. Græn skref í ríkisrekstri og grænt bókhald
  • Sótt um viðurkenningu á þriðja græna skrefinu
  • Ná fram markmiðum í stefnuskjali skólans 2019 – 2021
 2. Önnur umhverfismál
  • Vistvænn ferðamáli (hleðslustöðvar, reiðhjól, hjólaskýli og búningsklefar)
  • Kolefnissjóður MS (ganga frá regluverki og úthlutun)
 3. Stjórnsýsla
  • Innleiðing skjalastjórnunarkerfis
  • Innleiðing jafnlaunastaðals
  • Útfæra persónuverndarstefnu
  • Vinnuvernd – áhættumat starfa og lagfæringar á vinnuaðstöðu
  • Ytra mat á skólastarfi
 4. Rekstur
  • Fylgja eftir þriggja ára áætlun um rekstur skólans og nýta fjármagn eins vel og kostur er

50 ára afmæli skólans

 1. Afmælishátíð 1. október undir stjórn afmælisnefndar
 2. Viðburðir og sýningar á skólaárinu


Síðast uppfært: 13.10.2020