Markmið og aðgerðir 2018-2019

Hér að neðan eru þau markmið og aðgerðir sem skólinn hefur samþykkt að leggja sérstaka áherslu á skólaárið 2018-2019

Megin markmið aðgerðaráætlunar

 1. Mótun skólabrags í nýju skólaumhverfi
 2. Þróun kennslufræði í takt við nýja námskrá
 3. Endurmenntun, starfsþróun og faglegt samstarf
 4. Frekari þróun þriggja anna kerfisins
 5. Umbætur og aðhald

Móta skólabrag í nýju skólaumhverfi

 • Þróa áfram og móta nýjar hefðir í nýju kerfi
 • Vinna með samskipti meðal starfsmanna og nemenda
 • Efla faglegt samstarf innan námsgreina og milli þeirra
 • Styðja við nemendur og forráðamenn þeirra við uppbyggingu fjölbreyttara félagslífs
 • Vinna að bættri umgengni
 • Fylgja eftir aðgerðaráætlun um varnir gegn brotthvarfi

Þróun kennslu og náms í takt við nýja námskrá

 • Með áherslu á virkni og þátttöku nemenda í náminu
 • Með því að byggja upp seiglu nemenda og hvetja þá til þess að taka ábyrgð á eigin námi
 • Með áherslu á að skapa öllum nemendum góð skilyrði til náms, með:
 • aukinni verkefnavinnu, fjölbreyttum kennsluháttum og námsmati
 • því að huga að gagnrýnni hugsun, félagsfærni og tjáningu nemenda
 • því að taka tillit til reynsluheims þeirra og hugmynda

Endurmenntun, starfsþróun og faglegt samstarf

 • Kynning og framkvæmd á nýjum persónuverndarlögum
 • Fræðsla tengd Me too
 • Hvetja starfsmenn til þess að taka þátt í :
  • Starfendarannsóknum,
  • Þróunarverkefni um leiðsagnarnám,
  • Fræðslufundum,
  • Erasmus+ verkefnum
 • Samskipti við aðra skóla
 • Undirbúa skólaheimsókn starfsmanna erlendis

Frekari þróun þriggja anna kerfisins og nýrrar námskrár

 • Þróa aðferðir við að halda utan um námsferla nemenda
 • Nýta rýnihópa og gögn úr sjálfsmati til þess að bæta skólastarfið
 • Tilraun um breytta tímatöflu
 • Þróa áfram skilvirkt umsjónarkerfi í samræmi við nýja námskrá
 • Auka skilning og þekkingu nemenda og starfsmanna á þriggja anna kerfinu
 • Ljúka við að skrifa áfanga í nýrri námskrá

Umbætur og aðhald

 • Vinna áfram að bættu upplýsingaflæði til starfsmanna og nemenda
 • Innleiðing og breyting vinnuferla í takt við ný persónuverndarlög
 • Aðhald í rekstri
 • Áfram unnið með grænt bókhald og sótt eftir viðurkenningu fyrir græn skref í ríkisrekstri
Síðast uppfært: 28.08.2019