Markmið og aðgerðir 2017-2018

Hér að neðan eru þau markmið og aðgerðir sem skólinn hefur samþykkt að leggja sérstaka áherslu á skólaárið 2017-2018

Megin markmið aðgerðaráætlunar

 1. Þróun þriggja anna kerfisins
 2. Innleiðing nýrrar námskrár
 3. Vinna áfram með kennslufræði og námsmat í takt við nýja námskrá
 4. Skólabragur í nýju námsumhverfi
 5. Hvetja til endurmenntunar, starfsþróunar og faglegs samstarfs

Þróun þriggja anna kerfisins

 • Nýta betur möguleika nýja kerfisins, t.d.:
 • –með sveigjanleika í töflugerð
 • –með útfærslu og hönnun á skóladeginum
 • –með þróun umsjónarkerfisins
 • –með fjölbreyttri nýtingu matsdaga
 • Útfæra útskrift í nýju kerfi

Innleiðing nýrrar námskrár

 • Ljúka vinnu við almennan hluta námskrár
 • Ljúka vinnu við áfangalýsingar námskrár
 • Setja brauta- og áfangalýsingar í Námskrárgrunninn
 • Stýrihópur stjórnenda og oddvita starfi áfram
 • Rýnihópar nemenda og kennara starfi áfram

Vinna áfram með kennslufræði og námsmat í takt við nýja námskrá

 • Áhersla á virkni og þátttöku nemenda í náminu
 • –Hvetja nemendur til þess að taka ábyrgð á eigin námi
 • Áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsmat
 • –Sérstök áhersla á að kynnast leiðsagnarnámi og -mati og innleiða það
 • Áhersla á að skapa öllum nemendum góð skilyrði til náms
 • –Með fjölbreyttum kennsluaðferðum
 • –Með því að huga að meðnámi t.d. lestri, gagnrýnni hugsun, félagsfærni og tjáningu
 • –Með því að taka tilllit til reynsluheims þeirra og hugmynda
 • Hlusta á raddir nemenda
 • –Við mat á skólastarfinu og með nemendakynningum

Skólabragur í nýju umhverfi

 • Ný heimasíða verður sett í loftið í september 2017
 • Hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun um varnir gegn brotthvarfi
 • Vinna með nemendum í takt við siðareglur um notkun snjalltækja í kennslustundum
 • Vinna áfram að bættu upplýsingaflæði
 • Útbúa handbók um námið fyrir forráðamenn nemenda
 • Halda áfram að bæta umgengni í og við skólann
 • Grænt bókhald og græn skref í ríkisrekstri

Endurmenntun, starfsþróun og faglegt samstarf

 • Starfendarannsóknir
 • Fræðslufundir í skólanum
 • Erasmus+ verkefni
 • Nord+ junior
 • Samstarf við Greve
 • Auk annarra endurmenntunarnámskeiða, þróunarverkefna og faglegs samstarfs sem starfsmenn taka þátt í.Síðast uppfært: 04.09.2018