Stefna Menntaskólans við Sund er að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi (hér eftir EKKO) og ótilhlýðileg háttsemi í hvaða mynd sem er sé ekki liðið. Leita skal allra ráða til að fyrirbyggja slíkt og leysa þau mál sem upp koma á sem farsælastan hátt. Í skólanum skal lögð áhersla á að efla vitund starfsfólks og nemenda um mikilvægi jákvæðra samskipta og gera þau einkennandi í skólasamfélaginu, t.d. með fræðslu um jafnrétti.

Viðbrögð við og meðferð EKKO mála og annarrar ótilhlýðilegrar háttsemi er nánar skilgreint í verklagsreglum sem sjá má hér að neðan:

VKL-205 Viðbrögð við og meðferð eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis og annarrar ótilhlýðilegrar háttsemi - nemendur

VKL-206 Meðferð eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis og annarrar ótilhlýðilegrar háttsemi - starfsfólk

Síðast uppfært: 30.01.2023