Almennar upplýsingar

Staðsetning

Menntaskólinn við Sund

Gnoðarvogi 43, 104 Reykjavík.

Sími: 003545807300.

Netfang (email): msund@msund.is

Upplýsingar um skólann

Hér (undir skólinn)  má finna ýmsar upplýsingar um skólann, svo sem ágrip af sögu hans, upplýsingar um húsnæði og búnað, reglur skólans svo sem skólareglur, skólasóknarreglur, reglur um  umgengni og vinnufrið, reglur um námsframvindu o.fl. Þá er þar einnig að finna skóladagatalið, skólasamning, upplýsingar um starfsfólk og stefnu skólans í ýmsum málum, svo sem almenna stefnu, jafnréttisstefnu skólans, forvarnastefnu, mannréttindastefnu, stefnu skólans varðandi sjálfsmat og umhverfisstefnu skólans svo eitthvað sé nefnt.

Opið svæði á annarri hæðStarfsfólk og nemendur

Heildarfjöldi starfsmanna er á sjöunda tuginn og þar eru kennarar fjölmennastir en innan þjónustusviðs er rúmur tugur starfsmanna. Fjöldi nemenda við skólann sveiflast nokkuð á milli ára en hefur við upphaf skólaárs oftast verið á bilinu 740-780.  Allir nemendur skólans eru í námi til stúdentsprófs en vorið 2018 munu síðustu nemendur skólans sem fylgja eldra kerfi ljúka námi við skólann. Aðrir nemendur fylgja nýju kerfi og nýrri námskrá sem er skipulögð sem þriggja ára nám þar sem skólaárinu er skipt upp í þrjár jafnlangar annir.

Rektor Menntaskólans við Sund

Már Vilhjálmsson

Skipulag skólans - þriggja anna kerfi

Menntaskólinn við Sund er bóknámsskóli og býður upp á þriggja ára  nám til stúdentsprófs þar sem skólaárinu er skipt í þrjár jafnlangar annir. Það er markmið skólans að bjóða nemendum góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða námsbraut eða á hvaða námslínu þeir eru.  Þessum markmiðum sínum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna, með því að leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega kennsluhætti, nýtingu upplýsingatækni í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við fyrirtæki og stofnanir og símenntun starfsmanna sinna.

Einkunnarorð skólans

Einkunarorð skólans eru: 

VIRÐING - JAFNRÉTTI - ÁBYRGÐ - HEIÐARLEIKI

Kennslufræði MS

Menntaskólinn við Sund aðhyllist kennslufræði þar sem áhersla er á að byggja upp námsgetu (Building Learning Power). 

Áhersla í kennslufræði við skólann kallar á eftirfarandi hjá nemendum:

  • Breyttar námsvenjur
  • Mjög góða mætingu
  • Meiri virkni og þátttöku
  • Vinna jafnt og þétt alla önnina
  • Þjálfun einbeitingar
  • Seiglu og þrautseigju
  • Þora að gera mistök
  • Samvinnu

Áherslur skólans í námi og kennslu snúa að virkni og þátttöku nemenda:

•Áhersla á verkefnabundið nám

•Einstaklings- para- og hópverkefni

•Samvinnunám

•Samræður sem námsaðferð

•Skapandi nám

•Vendinám

•Vettvangsferðir

•Leiðsagnarnám


Síðast uppfært: 16.01.2018