Kæru nemendur,
Stóri dagurinn ykkar er 4. júní 2022 kl. 10:45 og fer athöfnin fram í Háskólabíói.
- Æfing fer fram í íþróttasalnum miðvikudaginn 25. maí (matsdagar) kl 14:30.
- Skyldumæting er á þessa æfingu. Það er mjög mikilvægt að allir mæti svo athöfnin gangi vel og skipulega fyrir sig og allir þekki sitt hlutverk.
- Gestamiðar verða afhentir í lok æfingar. Reynt verður að koma til móts við óskir allra um fjölda gesta.
- Nemendur eiga að vera mættir í Háskólabíó á útskriftardegi kl. 9:45, þar sem farið yfir síðustu atriði varðandi skipulag á hátíðinni.
- Húsið opnar fyrir gesti kl. 10:15.
- Upplýsið foreldra og forráðamenn um skipulagið.
Síðast uppfært: 04.05.2022