Útskriftir og skólaslit

Menntaskólinn við Sund starfar eftir þriggja anna kerfi. Skólaslit og brautskráning stúdenta er að vori ár hvert en brautskráning nemenda er haldin 2-3 vikum eftir lok hverrar annar. Þannig geta nemendur sem ljúka námi sínu inni á skólaárinu  brautskráðst stuttu eftir að námi þeirra lýkur.

Brautskráning vorið 2018

  Útskrift nýstúdenta fer fram 26. maí 2018 kl.  í Háskólabíói. Þá verður brautskráður síðasti hópurinn sem hefur verið í bekkjarkerfinu og fyrsti hópurinn sem fylgt hefur nýrri námskrá og stundað nám sitt í þriggja anna kerfinu. Fyrst verða brautskráðir nemendur úr eldra kerfi og hefst sú athöfn klukkan 10:30. Seinni athöfn dagsins hefst síðan klukkan 14:00 og þá verða brautskráðir fyrstu stúdentarnir úr nýja kerfinu. Að lokinni þeirri athöfn verður skólanum slitið.

Síðast uppfært: 23.04.2018