Brautskráningar og skólaslit

Menntaskólinn við Sund starfar eftir þriggja anna kerfi. Skólaslit og brautskráning stúdenta er að vori ár hvert en brautskráning nemenda er einnig haldin 2-3 vikum eftir lok hverrar annar. Brautskráning að lokinni haustönn2022 verður laugardaginn 26. nóvember 2022 og brautskráning að lokinni vetrarönn 2022-2023 verður laugardaginn 4. mars 2023. Þannig geta nemendur sem ljúka námi sínu brautskráðst stuttu eftir að námi þeirra lýkur.

Brautskráning og skólaslit vorið 2022

 Brautskráning nýstúdenta fer fram laugardaginn 4. júní 2022 kl. 10:45  í Háskólabíói. Að lokinni þeirri athöfn verður skólanum slitið. 

Síðast uppfært: 04.05.2022