Valdagar

Valdagar eru þrír á hverju ári, á haustönn, vetrarönn og vorönn. Í aðdraganda valdaga eru umsjónarfundir með nemendum.

Valdagar hafa eftirfarandi megineinkenni:

Nýnemar á fyrsta ári:  velja námslínu á haustönn, listgrein á vetrarönn og á valdegi vorannar velja þeir aðra sérhæfingu og framhaldsáfanga í íslensku að auki velja nemendur á félagsfræðabraut framhaldsáfanga í félagsfræði og nemendur á hagfræði-stærðfræði námslínu  framhaldsáfanga í sögu.

Nemar á öðru ári: velja áfanga í bundið val og frjálst val á valdegi vorannar. Að auki velja nemendur á félagsfræðabraut fjórðu félagsgrein og raungrein en nemendur á líffræði-efnafræði námslínu velja framhaldsáfanga í líffræði. 


Síðast uppfært: 09.04.2021