Umsjónardagar í þriggja anna kerfinu

Hver önn hefst á einum umsjónardegi en þá hitta nemendur umsjónarkennara sinn en dagskrá þessa dags er afar breytileg eftir því hvort um er að ræða upphaf skólaárs eða annarskipti innan skólaárs. Mætingarskylda er á umsjónardögum.

Á matsdegi í upphafi skólaárs taka kennarar manntal, kynna nemendum námið við skólann og þjónustuna sem er í boði í skólanum. Þá er farið með nýnema um skólann og þeim sýnd aðstaðan og hvar hlutirnir eru. 

Síðast uppfært: 05.09.2017