Kennslutími í þriggja anna kerfinu

Hver önn inniheldur 50 kennsludaga, 9 matsdaga og einn umsjónardag. Á kennslutíma eru nemendur í hverjum áfanga í 8 kennslustundir á viku sem dreift er á þrjá daga og skiptast kennslustundir þannig að það er tvo dagana  þrjár kennslustundir samfleytt og einn daginn eru tvær kennslustundir samfleytt.

Víða um skólann er aðstaða til náms og gert er ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt í hverjum áfanga að jafnaði eina kennslustund á viku.

Áföngum lýkur ekki með stóru lokaprófi heldur er fjölbreytt símat sem m.a. byggir á verkefnavinnu og virkni nemenda í kennslustundum. Því er afar mikilvægt að nemendur stundi námi vel og vinni jafnt og þétt.

Síðast uppfært: 01.09.2017