Þriggja anna kerfið

Skólaárinu er skipt í þrjár jafnlangar 12 vikna annir, haustönn, vetrarönn og vorönn. Reynt er að stilla hverja önn af þannig að  vikudagar séu jafnmargir.  Hver önn hefst á umsjónardegi en skiptist síðan í kennslutíma og tíma fyrir námsmat. Námsmatsdögum er dreift yfir önnina og er námsmatið sjálft ýmsar gerðir af símati.

Skipulag þriggja anna kerfis byggir á nýrri stokkatöflu með fimm stokkum. Allir áfangar að íþróttum undandskildum eru skipulagðir sem 5 feininga áfangar. Kennsla í hverjum og einum er í þrjú skipti yfir vikuna og eru í kerfinu 3, 3, 2 kennslustundir. 

Stokkatafla í þriggja anna kerfinu

Í töflunni eru fimm stokkar með 8 kennslustundum hver stokkur. Allir stokkar dreifast þannig að á einhverjum vikudegi eru samfelldar þrjár kennslustundir að morgni, tvöfaldur tími liggur að hádegishléi og síðan eru allir stokkar með samfelldrar þrjár kennslustundir einhvern daginn eftir hádegið. Að auki er síðdegisstokkur sérstaklega fyrir íþróttir fyrir þá sem það þurfa og eru til dæmis með 5 áfanga í töflu auk íþrótta.

Skóladagatal í þriggja anna kerfinu

Með þriggja anna kerfinu er tryggð jöfn lengd anna og sem jafnastur fjöldi skipulagðra kennslustunda óháð því í hvaða stokk viðkomandi áfangi er kenndur. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt sem jafnast álag á nemendur og kennara óháð því hvenær áfangi er kenndur. Þetta er gert með því að sjá til þess að fjöldi vikudaga innan annar sé jafn (jafnmargir mánudagar og þriðjudagar o.s.frv.). Nemendadagar eru 180 á skólaárinu en aðliggjandi skólaárinu eru að auki 4 starfsdagar sem nýttir eru til undirbúnings skólaárs og uppgjörs þess. Matsdagar og umsjónardagar eru  vinnudagar nemenda alveg eins og hefðbundnir kennsludagar.Síðast uppfært: 09.08.2018