Viðskiptagreinar

Áfangar í viðskipagreinum við MS

STJÓ2ST05(ms)- Stjórnun

Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni stjórnunar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á mikilvægi stjórnunar fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið í heild. Fjallað er um þróun stjórnunar sem fræðigreinar og hvernig breytingar í þjóðfélaginu hafa leitt til síaukinna áherslna á hagnýtingu stjórnunar.  Nemendur fá innsýn í helstu verkefni stjórnandans. Stjórnun í félagsstarfi er sérstakt áhersluatriði.Stefnumótun, markmiðssetning og skipuleg vinnubrögð eru tekin fyrir. Námið miðast að því að undirbúa nema fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi og frekara nám í stjórnun. Áhersla er á að nemar sýni sjálfstæð vinnubröð í gegnum fjölþættar námsaðferðir og námsmat.

MARK2MF05(ms) - Markaðsfræði

Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsfræði fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Kynnt eru fyrir nemendum helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, markaðsrannsóknir, markaðsáætlanir og vinnubrögð við markaðssetningu vöru. Ímynd vöru og ímynd fyrirtækis er mikilvægt áhersluatriði námsins. Áhersla er á að nemar sýni sjálfstæð vinnubröð í gegnum fjölþættar námsaðferðir og námsmat.


FJÁR2FL05(ms) - Fjármálalæsi

Nemendum er kynnt gildi fjármála fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Lögð er áhersla á fjármálalæsi sem hagnýta fræðigrein sem nýtist öllum í námi og starfi. Áfanginn á einnig að vera góður undirbúningur undir frekara félagsvísindanám, viðskiptafræðinám og háskólanám í hagfræði.
 Nemar þekki grunnþætti fjármála í þjóðfélaginu. Þeir afli þekkingar á og öðlist leikni og hæfni til að gera sér grein fyrir og útskýra; grunnatriðum tekjuöflunar, útgjaldastýringar, sparnaðarákvarðana og skynsamlegra fjárfestinga. Áhersla er á að nemar sýni sjálfstæð vinnubröð í gegnum fjölþættar námsaðferðir og námsmat.


Síðast uppfært: 11.06.2020
Undirsíður:
Viðmið STJÓ2ST05(ms)